Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 27
1995
26. KJRKJUÞING
1, mál
Erlendur Sveinsson hefur unnið mikið starf að kvikmynd sinni, sem hann helgar
þúsund ára kristni og nefnist Lífssaga þjóðar. Fjárskortur er engu að síður mikill.
Kirkjuráð hefur stutt þetta verk nokkuð m.a. nú síðast með því að greiða fynr þýðingu
á handriti hans til að leggja ffarn fyrir erlenda kvikmyndasjóði.
Þá minnir nefndin einnig á samþykktir um sérstaka þakkarfórn og renni 60%
til endurreisnar biskupsstólanna að Hólum og í Skálholti en 25% til Hjálparstofnunar
kirkjunnar og 15% til kristniboðs.
Þá er nauðsynlegt á næstu árum að minna á samspil menningar og trúar og
virkja ýmsar stofnanir, listgreinar og fjölmiðla.
Lögð verði áhersla á það fram til aldamóta, að Biblían verði lesin og unrnð að
því í samvinnu við Hið íslenska Biblíufélag og leitað ráða til að efla heimilisguðrækni í
anda húslestranna.
Sjálft kristnitökuafmælið verði haldið hátíðlegt, fyrst með messu á mörkum
aldaskilanna 31. des. 1999 og 1. janúar árið 2000 og síðan verði haldin sérstök
kristnitökuhátíð á Þingvöllum og leitað eftir samstarfi við sjónvarpsstöðvar bæði fyrir
og eftir hátíðahöldin með sérstakri áherslu á jól, páska og hvítasunnu.
Áratuginn 2000 til 2010 eða 15 yrði haldið áfram með ýmiss konar starf og
verkefni, t.d. uppbyggingu sögustaða og samspil kirkju og fjölmiðla, kirkju og
listgreina, kirkju og stofnana þjóðfélagsins og þá ekki síst skólanna. Grunnur alls þessa
verði lagður nú þegar á þeim árum, sem við höfum enn til aldamóta.
Vandi hefur verið að finna fundartíma fyrir hina stjómskipuðu nefnd og er sárt
að þurfa að viðurkenna, að enginn fundur hefúr verið haldinn í þeirri miklu nefhd allt
þetta ár, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Er vonandi að úr rætist á næstu vikum skv.
áætlun.
A þessu kirkjuþingi verður flutt að nýju frumvarpið um stöðu, stjórn og
starfshætti Þjóðkirkjunnar. Prestastefna fékk það til skoðunar og fyrr hafði það
verið rætt vítt um land á héraðsfúndum og á sérstökum prestafúndum. Nefndin, sem
vann að frumvarpinu fékk síðan athugasemdir og tillögur og lagði fyrir kirkjuráð, sem
er flutningsaðili frumvarpsins á þessu þingi.
Samþykki kirkjuþing þetta frumvarp, -sem var lagt ffarn líka á síðasta
kirkjuþingi, -hvort sem á verða breytingar eða ekki, standa vonir til samkvæmt áætlun
ráðherra, að það verði lagt fyrir Alþingi hið fyrsta.
Annað mál mikið rætt er hið svonefhda Porvoo-samkomulag. Er þar um að
ræða samkomulag Anglikönsku kirknanna í Bretlandi annars vegar og lúterskra kirkna
Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna hins vegar. Er gengið út frá gagnkvæmri
viðurkenningu á embætti og vígslum og sé altarissakramentið boðið hveijum þeim, sem
þiggja vill, í þeim kirkjum, sem aðild eiga að samkomulaginu.
Samþykki kirkjuþing þessa tillögu að samstarfi við ensku biskupakirkjuna mun
biskup undirrita það við hátíðlega athöfn á næsta ári. Prestastefnan 1995 samþykkti
Porvoo fyrir sitt leyti einróma og mótatkvæðalaust og var það gleðileg hátíðarstund.
Kirkjumálaráðherra skipaði nefnd undir forsæti Markúsar Amar Antonssonar til
þess að endurskoða lögin um veitingu prestakalla. Nefhdin hefúr unnið mjög hratt og
ákveðið að þessu þýðingarmikla máli, en ákvað að leggja ekki til róttækar breytingar.
22