Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 154
1995
26. KIRKJUÞING
3. mál
c. Kirkjuleg stjórnvöld.
20. gr.
Stjómvöld þjóðkirkjunnar og stofiiana hennar fara með stjómsýslu í öllum efiium,
þ.m.t. ráðning og lausn starfsmanna, og bera ábyrgð gagnvart kirkjuþingi.
Kirkjuþing skal sjá til þess að reikningshald kirkjulegra aðilja hljóti íullnægjandi
endurskoðun.
Kirkjuþing getur haft frumkvæði að frumvörpum til Iaga um kirkjuleg
málefni og beint þeim tilmælum til kirkjumálaráðherra, að þau verði flutt á
Alþingi.
Kirkjumálaráðherra leitar umsagnar og tillagna kirkjuþings um lagafrumvörp um
kirkjuleg málefiii, er hann hyggst flytja á Alþingi.
5. Kirkjuráð
a. Almennt
21. gr.
Kirkjuráð fer með framkvæmdarvald í málefnum þjóðkirkjunnar. Biskup Islands er
forseti kirkjuráðs.
b. Skipan kirkjuráðs
22. gr.
Kirkjuráð er, auk biskups íslands, skipað fjórum mönnum, tveimur guðfræðingum
og tveimur leikmönnum, sem kirkjuþing kýs, og skulu varamenn kosnir með sama hætti.
Kosið skal í kirkjuráð á fyrsta kirkjuþingi að aflokinni kosningu. Kirkjuráðsmenn sitja
þar til nýtt kirkjuráð hefur verið kjörið.
Kirkjuráð kýs sér varaforseta, en biskupsritari er ritari kirkjuráðs.
c. Starfssvið kirkjuráðs
23. gr.
Kirkjuráð fer með framkvæmd sameiginlegra málefiia þjóðkirkjunnar, þar á meðal
verkefiia, sem lög og stjómvaldsreglur ætla því, og erinda, sem vísað er til þess m.a. af hálfu
kirkjuþings, prestastefnu, leikmannastefnu, Alþingis og kirkjumálaráðherra.
Akvörðunum kirkjulegra stjómvalda, sem heyra undir lögsögu kirkjuráðs, má skjóta
til kirkjuráðs til endanlegrar úrlausnar. Undanskildar em ákvarðanir biskups skv. 11. og 12.
gr. svo og um kenningu kirkjunnar, sbr. 10., 17., 18. og 25. gr. laga þessara. Varði
málsskot ákvörðun biskups íslands, er hann hefur áður tekið, víkur hann sæti í kirkjuráði
meðan það mál er til meðferðar þar.
149