Gerðir kirkjuþings - 1995, Síða 272
1995
26. KIKKJUÞING
13. mál
í ÁTT AÐ NÁNARI EININGU
A. Sameiginleg yfirlýsing
58. Vér mælum með að kirkjur vorar sameinist um eftirfarandi yfirlýsingu:
PORVOO -YFERLÝSINGIN
A grunni sameiginlegs skilnings á eðli og tilgangi kirkjunnar, samkomulags um
trúargrundvöll og um biskupsembættið í þjónustu hins postullega arfs kirkjunnar,
gerum vér eftirtaldar kirkjur með oss samkomulag:
Danska þjóðkirkjan, Enska kirkjan,Evangelísk-lúterska kirkjan í Eistlandi,
Evangelísk-lúterska kirkjan í Finnlandi, Hin evangelísk-lúterska þjóðkirkja á íslandi,
Irska kirkjan ,Evangelísk-lúterska kirkjan í Lettlandi,Evangelísk-lúterska kirkjan í
Litháen, Norska kirkjan,Skoska biskupakirkjan, Sænska kirkjan, Kirkjan í Wales.
Samkomulag oss og stefna er sem hér segir:
a. i) Vér lýsum því yfir að sérhver áðumefndra kirkna heyrir til hinni einu, heilögu,
almennu og postullegu kirkju Jesú Krists og á að sönnu þátt í postullegu, hlutverki alls
lýðs Guðs.
ii) Vér lýsum yfir að í sérhverri þessara kirkna er Orð Guðs sannarlega boðað, og
sakramentum skímar og kvöldmáltíðar rétt úthlutað.
iii) Vér lýsum yfir að allar kirkjumar játa sameiginlega hina postullegu trú.
iv) Vér lýsum yfir að vígð þjónusta sérhverrar þessara kirkna er gefin af Guði sem
farvegur náðar hans. I þeirri þjónustu felst ekki eingöngu innri köllun Heilags anda,
heldur einnig boð Krists til starfa í gegnum líkama hans, kirkjuna.
v) Vér lýsum yfir að persónuleg, samábyrg og samfélagsleg tilsjón (episkope) er við
lýði í ýmsum myndum innan sérhverrar af kirkjum vomm og í samhengi við postullegt
líf, hlutverk og þjónustu.
vi) Vér lýsum yfir að biskupsembættið er virt meðal allra kirknanna. Ennfremur að það
er sýnilegt tákn, rækt og viðhaldið til að tjá og þjóna einingu kirkjunnar og órofa hefð
postullegs lífs, boðunar og starfs.
267