Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 28
1995
26. KIRKJUÞING
1. mál
Þær yrðu að bíða heildarendurskoðunar og þá að frumkvæði kirkjunnar, ef frumvarpið
um stöðu, stjóm og starfshætti kirkjunnar verður að lögum.
Tillögur nefndarinnar verða lagðar fyrir þetta þing sem sérstakt þingmál.
Eðlilegt er, að þess sé getið, að Hjálpræðisherinn hélt upp á hundrað ára
starfsaffnæli sitt hér á landi með mikilli hátíðarsamkomu. Þar talaði biskup meðal
annarra og flutti kveðjur þjóðkirkjunnar. Einnig er fyrirhuguð útgáfa á sérstöku
afmælisriti, sem dr. Pétur Pétursson hefur samið. Leyfi ég mér að vekja athygli á þeirri
bók og tel eðlilegt, að kirkjuþing minnist þessara tímamóta í sögu hersins á íslandi, sem
er ekki sérstakt trúarsamfélag, heldur hluti þjóðkirkjunnar.
Helgisiðanefhd hefur farið þess á leit við biskup, að tveggja mála af hennar
hálfu verði sérstaklega getið á þessu þingi. Hið fyrra ijallar um endurskoðun á
textaröðum sunnudaga og helgidaga og hið síðara um útgáfu á skímarferli til reynslu.
Samþykkti kirkjuráð hið síðara á síðasta fundi sínum, en hið fyrra er hér með lagt fyrir
kirkjuþing í greinargerð helgisiðanefndarinnar.
Mörg mál auk þeirra, sem rakin hafa verið hér að fhaman, koma fyrir kirkjuráð.
Er þeim ýmist vísað til annarra aðila, innan kirkju eða utan, eða afgreidd án þess litið sé
svo á, að þau beri að leggja fyrir kirkjuþing í þessari skýrslu. Hið sama má vitanlega
segja um erindi, sem koma fyrir biskup og hin mörgu málefni, sem hann sinnir.
Skýrsla þessi fylgir því fordæmi, sem mótað hefur verið nú á síðustu árum að
drepa á margt, en láta sérstakar greinargerðir einnig fylgja með til frekari glöggvunar
og skýringar. Eru þær vitanlega einnig lagðar hér ffam á kirkjuþingi, til þess að nefhdir
fjalli um þær og þingið sjálft álykti.
Þær skýrslur, sem nú fylgja eru:
Könnun Gallup
Skýrsla Bygginga og listanefndar þjóðkirkjunnar
Skýrsla Djáknanefndar
Skýrsla Ellimálanefndar þjóðkirkjunnar
Skýrsla Fjölskylduþjónustu kirkjunnar
Skýrsla Fræðslu- og þjónustudeildar kirkjunnar
Skýrsla Helgisiðanefndar
Skýrsla Hjálparstofnunar kirkjunnar
Skýrsla Hópslysanefndar
Skýrsla Kirkjuhússins - Skálholtsútgáfunnar
Skýrsla Löngumýrarskóla
Skýrsla nefndar um málefiii organista
Skýrsla Prestssetrasjóðs
Skýrsla Safnaðaruppbyggingar
Skýrsla Skálholtsskóla
Skýrsla Söngmálastjóra
Skýrsla um íjárhagsstöðu heimilanna
Skýrsla Utanríkisnefndar
Samkvæmt venju fer ég þess á leit, að skýrsla biskups og kirkjuráðs verði lögð
fyrir allsherjamefnd, en aðrar þingnefndir skoði einnig þá þætti, sem snerta þeirra
viðfangsefni sérstaklega.
23