Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 12
í tengslum við undirbúning vegna hátíðarinnar árið 2000 væri æskilegt, að á sviði
þjóðminjavörslu og húsaíriðunar yrði gerð áætlun í samvinnu við kirkjuleg yfirvöld um brýn
verkefni, sem tengjast kirkjubyggingum og kirkjustöðum.
Um þessar mundir er að heíjast viðgerð á Þingvallakirkju. Hefúr verið staðið vel að öllum
undirbúningi þess verks í samvinnu Þingvallanefndar, Húsafriðunamefndar og Húsameistara
ríkisins með þátttöku sóknarprests og þjóðgarðsvarðar. Er það Þingvallanefnd, sem stendur
fyrir þessu verki.
Sérstök staða getur myndast, þar sem ný kirkja leysir gamla af hólmi. Vakna þá spurningar
um það, hvert eigi að verða hlutverk gamla hússins. Ekki er unnt að svara þeim með einhlítum
hætti, því að aðstæður em mismunandi. I slíkum tilvikum á hið sama við og um viðhald
gamalla kirkna, að nauðsynlegt er að góð samvinna takist milli forráðamanna hússins og þeirra,
sem fara með yfirstjóm húsafriðunar en hún er eins og þjóðminjavarslan á verksviði
menntamálaráðuneytisins. Oft getur það verið söfnuðum ofviða að halda við hinu gamla húsi,
eftir að flutt hefúr verið í nýtt. Getur þá komið til álita að gera eldri bygginguna að hluta
byggðasafns undir forsjá Þjóðminjasafns.
Heiti ég góðri samvinnu við kirkjuleg yfirvöld um þennan þátt í starfi þeirra. Hann er
nátengdur varðveislu menningararfsins í víðtækasta skilningi. Æ betur verður okkur ljóst, að
þessi arfúr er ekki byrði, heldur má nýta hann og ávaxta, ekki síst með því að gleðja þá, sem
ferðast um landið og þyrstir í að njóta náttúm þess.
Ný grunnskólalög em að komast í gildi og eiga að hafa gert það í öllum megindráttum
1. ágúst 1996, þegar gmnnskólinn flyst til sveitarfélaganna, ef allt fer samkvæmt áætlun.
Akvarðanir um námskrá verða áfram í höndum menntamálaráðherra og lít ég á það sem
næsta stórverkefni í skólamálum að endurskoða námskrár gmnnskóla og framhaldsskóla. Vil
ég reyna að nálgast málið þannig, að fyrst sé gerð úttekt á því námi, sem nú er í boði, og síðan
tekin ákvörðun um úrbætur og við hana höfð hliðsjón af því, sem best er talið erlendis. Er það í
góðu samræmi við gamlar íslenskar hefðir, því að sú vitneskja, sem til er um skólabækur sem
notaðar vom hér á miðöldum, bendir til að námsefni hafi verið svipað hér og annars staðar í
álfúnni. Heimildir virðast sýna að íslenskir klerkar hafi hlotið svipaða menntun og
stéttarbræður þeirra erlendis og haldið hafi verið uppi fræðslu á vegum kirkjunnar eftir
fýrirsögn kirkjunnar laga.
I þeirri aðalnámskrá, sem nú er í gildi fýrir gmnnskóla, segir, að gert sé ráð fýrir að kennsla
í kristni fræðum feli meðal annars í sér að siðferðileg vandamál séu skoðuð í ljósi kristinnar
trúar og kristins skilnings á manninum og stöðu hans í tilvemnni. Um leið og kristin trú kalli
manninn til samfélags við Guð, skaparann, og Jesúm Krist, frelsarann, kalli hún manninn
jafnframt til ábyrgðar á sjálfúm sér og til samfélags við náunga sinn og ábyrgðar á honum og
gjörvallri náttúmnni.
I aðalnámskránni er einnig komist þannig að orði, að allt frá upphafi íslandsbyggðar hafi
kristin trú verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi og þó einkanlega eftir kristintöku. Sagan sé
auðug af dæmum um hvemig kristin trú og boðskapur hennar hafi mótað líf einstaklinga og þar
með genginna kynslóða og svo sé enn. Vestræn menning öll beri sömuleiðis svipmót hinnar
hebresk kristnu arfleifðar, þannig að ætla megi að hvorki saga og menning þjóðarinnar né saga
og menning Vesturálfú verði skilin án þekkingar á kristinni trú og sögu kristinnar kirkju.
Kristinfræðinni sé því meðal annars ætlað að gera nemendur læsa á menningararfleifð
Vesturlanda almennt og íslands sérstaklega.
Hér er vikið að gmndvallaratriðum, sem áfram ber að hafa í heiðri og jafhvel halda enn betur
ffarn en gert hefúr verið, fylgi hugur máli og við viljum standa vörð um hið dýrmætasta í
7