Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 299
1995
26. KIRKJUÞING
23. mál
11. og 17. mál eru nátengd. Augljóst er að málefhi organista (kantora) eru hluti
þessarar stefnu og verður ekki fjallað um þau mál án þess að það sé gert í
samráði við þá aðila sem að þeim málum vinna; enda felst það í afgreiðslu
Kirkjuþings þar sem segir í samþykktinni: Jafiiframt leggur nefndin til að þetta
verði hluti af heildarstefim um kaup og kjör fast- og lausráðinna starfsmœvia á
vegum kirkjunnar.
3. mál Kirkjuþingsins nú er rammalöggjöf fyrir íslensku þjóðkirkjuna. Þar er gert
ráð fyrir (gr. 62) að Kirkjuþing setji í starfsreglur (skv. 63. grein) ákvæði um
stöðu og störf starfsmanna sókna. - Þar meðtaldir eru væntanlega einnig
organistar, en til þess að þeir eignist lögvarið starfsheiti þarf að setja um þá
sérstaka grein í lögin.
í framangreindri tillögu að lagagrein er gengið út ffá því að starfsheitið
organisti sé notað um þann sem hefur að frumskyldu sinni, sem starfsmaður
kirkjunnar, að leiða söng safnaðarins þegar hann kemur saman til guðsþjónustu.
Enda þótt í tillögunni sé kveðið á um að organisti skuli starfa í hverri
kirkjusókn, er augljóst að í mörgum tilfellum , einkum á landsbyggðinni þjónar
einn og sami organistinn fleiri en einni kirkjusókn. Meginatriði þessa máls er
það að þegar velja skal starfsmann til að leiða söng safnaðarins, þá gangi þeir
fyrir sem hafa kirkjuleg réttindi til þeirra starfa, þ.e. hafa tilskilda menntun.
I greininni er gert ráð fyrir því að sú menntun sem krafist er, sé miðuð við
áfangakerfi námskrár Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Tónskólinn er kirkjuleg stofnun og
í áfangakerfi hans er gert ráð fyrir kennslu í þeim greinum sem sérstaklega eru
til undirbúnings hinnar kirkjulegu þjónustu. Ef aðrar menntastofhanir taka að sér
að mennta organista er eðlilegt að námið þar taki mið af þessu áfangakerfi.
Þetta þýðir í reynd, að hafi orgelleikari sem ekki uppfyllir þessi skilyrði áhuga
fyrir að fá fasta stöðu sem kirkjuorganisti, þá sé honum gert að ljúka því
viðbótamámi sem um ræðir hveiju sinni. Sjálfsagt og eðlilegt er að gera þar
greinarmun á þeim sem er að koma nýr til starfa, og þeim sem hefur
starfsreynslu. Organisti sem þjónað hefur kirkju sinni af trúmennsku jafnvel um
langa hríð, á að fá reynslu sína í kirkjustarfi metna sem verulegan hluta náms til
lokaáfanga. Námskeið, haldin á ýmsum stöðum á landinu, eiga síðan að geta
fyllt upp það sem á vantar. Nefiid á vegum kirkjunnar gæti annast mat á því
hvers krafist væri hveiju sinni.
Aðstæður kirkjunnar á íslandi kalla eftir svari við þessari spumingu: Er
organistinn einstaklingur sem selur kirkjunni þjónustu sína, sem byggð er á
hæfileikum hans og menntun, en hefur ekki önnur afskipti af starfi hennar,
eða er organistinn / kantorinn, embættismaður kirkjunnar, og lýtur forystu
hennar?
Organisti (kantor) gegnir embætti í kirkjunni. Hann sinnir ákveðnum skyldum í
söfnuðinum, vegna þarfa safnaðarins. Kirkjan gerir til hans kröfur um menntun
og hæfileika og gerir honum kleift að stunda það nám sem hún krefst að
hann hafi. Staða organista, réttindi hans og skyldur em óháð því hversu stór
söfhuðurinn er, eða hversu stórt starfshlutfall hans er gagnvart söfhuðinum sem
vinnuveitanda.
294