Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 10
embætti. Hann varð prófastur í Vestur ísafjarðarprófastsdæmi 1941 og gegndi því starfi af
miklum áhuga, var kennari og sat í hreppsnefnd og yfirkjörstjóm. Bindindismál voru honum
hugleikin og starfaði hann á vegum góðtemplarareglunnar.
Eiginkona séra Jóns Ólafssonar var Elísabet Einarsdóttir og lést hún 1985. Böm áttu
þau 6.
Ég bið þingheim og gesti að rísa úr sætum til að túlka virðingu látnum
kirkjuþingsmönnum.
Enginn hyggi ég lái mér það, þótt ég harmi vini mína og nána samstarfsmenn. En þá
höfúm við vitanlega lítið lært í helgum ffæðum, sem okkur er trúað fyrir að kynna, ef við
horfúm aðeins til baka og látum ffamtíð gjalda. Hefði slíkt líka verið síst að skapi þeim
leiðtogum kirkjunnar, sem ég hef hér minnst.
Og það em mörg mál, sem bíða okkar á þessu þingi. Ber þar hæst fúmvarpið um
stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar og er um margt tímamótaverk. Var það rætt á
síðasta þingi, kynnt á Alþingi og lagt fyrir prestastefnu í sumar. Ég fól nefndinni, sem undirbjó
ffumvarpið að taka við athugasemdum og tillögum prestastefnunnar og annarra þeirra, sem um
ffumvarpið hafa ijallað, og búa það síðan í hendur kirkjuráðs, sem flytur það hér á þessu þingi.
Bind ég miklar vonir við frumvarpið og treysti kirkjuþingi til að afgreiða það svo, að Alþingi
finni þörfina fyrir samþykki og það á yfirstandandi þingi.
Fmmvarpið er skref í átt til aukinnar ábyrgðar þjóðkirkjunnar, bæði í skipulags og
fjármálum sínum. Er þetta mikið áhugamál kirkjumálaráðherra, Þorsteins Pálssonar og sér
hann í þessu stuðning við starf kirkjunnar til heilla fyrir þjóð alla.
Mörg fleiri mál bíða þingsins og vil ég aðeins nefna í því sambandi málefni organista,
sem em einhveijir nánustu samstarfsmenn presta og mæðir mikið á. Er nauðsynlegt að búa
þeim sem eðlilegastan starfsgmndvöll og leggja áherslu á, að þeir em kirkjulegir starfsmenn.
Er þetta enn brýnna nú, þar sem þeim fer sífellt fjölgandi, sem em í fúllu starfi sem organistar í
söfnuðum landsins.
Fmmvörp verða lögð ffam hvert af öðm og eiga það sameiginlegt, að í þeim sjá
flutningsmenn leið til styrktar kirkju og til heilla landi og lýð.
Verið velkomin til starfa á kirkjuþingi. Ég fagna gestum, sem sýna okkur virðingu með
nærvem sinni. Ég þakka þjónustuna við guðsþjónustuna í upphafi samveru og lýsi því yfir. að
tuttugasta og sjötta kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar er sett.
Sérstaklega vil ég fagna menntamálaráðherra, um leið og ég flyt kveðjur Þorsteins
Pálssonar. Björn Bjamason er mikill aufúsugestur á kirkjuþing. Hann hefúr sýnt það, að hann
er kirkjumaður, trúmaður, og veittu ekki fáir því athygli, hvernig hann fjallaði um Hið íslenska
Biblíufélag í ávarpi sínu á 180 ára affnæli þess og var flutt í útvarpinu á sunnudaginn var.
Hann skilur hlutverk Biblíunnar, ekki sem bókar í hillu, heldur til þess lestrar að miðli réttri
lífssýn. Ég veit, að verk Björns Bjamasonar munu vel gagnast íslenskri þjóð í þeim sama anda
og ég áður vitnaði til, að störf í kirkjunni em til heilla þjóðar allrar.
Vertu velkominn, hæstvirtur menntamálaráðherra í ræðustól á kirkjuþingi.
5