Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 66
Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan.
Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan er senn að ljúka fyrsta starfsári sínu að Laugavegi 31,
en stofnunin flutti starfsemi sína úr Kirkjuhvoli í desember s.l. Fimm ár eru síðan
þessar tvær stofnanir voru sameinaðar í eina stofnun og hefúr reksturinn gengið vel
þennan tíma.
Útgáfa á vegum Skálholtsútgáfúnnar hefúr vaxið ár frá ári og þjónusta Kirkjuhússins
jafnframt aukist bæði við almenning, svo og kirkjur og söfnuði. Eins og kunnugt er, er
rekin verslun að Laugavegi 31 semjafnframt því að vera forlagsverslun
Skálholtsútgáfúnnar, selur bækur á kristnum grunni frá öðrum bókaforlögum,
íslenskum og erlendum, selur kirkjumuni og ýmsa hluti til kirkjulegra nota og ýmsa
gjafavöru til almennings með trúarlegu gildi. Prestar og starfsmenn safnaða leita mikið
til stofnunarinnar eftir ýmsum upplýsingum varðandi safnaðarstarf kirkjunnar og
útvegun ýmissa hluta til notkunar í kirkjum og hefúr ýmiskonar upplýsingamiðlun orðið
æ stærri hluti starfsemi Kirkjuhússins og Skálholtsútgáfúnnar undanfarin ár.
Á fyrri hluta ársins gaf Skálholtsútgáfan út margskonar bækur og efni. Má þar nefna
bamabókina “ Kata og Oli fara í kirkju” sem er trúfræðsla ætluð fimm ára bömum.
Markmið með þeirri útgáfú er að styrkja skimarfræðslu kirkjunnar og styðja foreldra í
trúamppeldi barna sinna. Ennfremur kom út bókin “ Sumarlandið “ eftir norska
prestinn Eivind Skeie, en sr. Sigurður Pálsson þýddi bókina.
í haust koma út eftirfarandi titlar: Geisladiskur og snælda sem ber nafnið
" Ég get sungið af gleði." - Barnasálmar og söngvar. Upptökum er lokið og tóku þátt
í þeim um 900 börn úr barnakórum við kirkjur og skóla, alls 16 kórar.
Á geisladiskinum og snældunni verða 43 sálmar og söngvar, þar af 13 nýjir söngvar til
notkunar í sunnudagaskólum. Jafnframt kemur út söngbók með sama nafni til
notkunar í sunnudagaskólum. I söngbókinni verða nótur með öllum söngvunum.
Tónlistarmyndband verður jafnframt gefið út til kynningar en það mun jafnframt minna
á barnastarf kirkjunnar.
Út er komin 6. hefti Söngvasveigs fyrir bamakóra og ber það nafnið: Sálmar um lífið
og ljósið og eru sálmamir eftir þá Hjálmar H.Ragnarsson og Kristján Val
Ingólfsson. Sálmar um lífíð og ljósið voru frumfluttir á Kirkjulistahátíð í Reykjavík í
júnímánuði s.l. Á síðastliðnum tveimur ámm hafa því alls 6 hefti í ritröðinni
Söngvasveigur fyrir barnakóra komið út á vegum Skálholtsútgáfúnnar í samvinnu við
Barnakóra við kirkjur og starfsmann þeirra, Margréti Bóasdóttur.
I haust verður hleypt af stokkunum nýrri tónlistarritröð fyrir kirkjukóra en að
undirbúningi þessa verkefnis hefúr nefnd kirkjutónlistarfólks og presta á vegum
Skálholtsútgáfúnnar unnið og tekið saman hefti með fjölradda sálmum og kórverkum
fyrir kirkjukórana til að syngja við messur og annað helgihald kirkjunnar. Fyrsta heftið
mun innihalda amk. 50 kórverk. Þar má finna stólvers sem hægt er að syngja við
almennar messur, á ýmsum hátiðum eða á vissum stöðum í messunni, s.s. halelújavers
og við útdeilingu altarissakramentisins. Annað hefti mun innihalda verk fyrir ákveðna
daga kirkjuársins, sérstakt hefti fyrir kórtónlist fyrir aðventu og jól o.s.frv.
61