Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 22
1995
26. KIRKJUÞING
1. mál
Þó hefiir það fengist bætt, að framlag vegna ósetinna prestakalla, sem rennur í
kristnisjóð, hefur verið endurskoðað og vangreitt fé á þessum lið hefur verið innt af
hendi af fjármálaráðuneytinu. Kemur það sér vel nú í þessum vanda kirkjumálasjóðsins
og vangetu kristnisjóðs að standa að þeim verkefhum, sem honum er ætlað. Þá var
einnig greidd húsaleiga fyrir biskupsstofu og gerður leigusamningur.
Kirkjueignanefnd hefur unnið mikið og gott verk. Formaður hins kirkjulega
hluta hennar, séra Þórhallur Höskuldsson hafði ætlað sér að vinna að skýrslu
nefndarinnar síðustu viku og ffeista þess, að fullgjöra hana, svo leggja mætti fyrir þetta
kirkjuþing. örlög gripu inn í, svo slíkt gerist ekki. Þó verður skýrsla lögð fram, en ekki
í endanlegri gerð.
I samráði við séra Þórhall fól ég séra Halldóri Gunnarssyni að taka sæti í
nefndinni við fráfall séra Jóns Einarssonar.
Mikill tími fer ævinlega á fundum kirkjuráðs í umræður um málefni Skálholts
og Hóla og mæta vígslubiskupar á fundi kirkjuráðs, þegar þau mál eru sérstaklega á
dagskrá, sem tengjast umdæmum þeirra eins og gert er ráð fyrir í lögum nr. 62/1990 um
vígslubiskupa.
I Skálholti hefur verið byggður glerskáli við Skálholtsskóla og bætir hann mjög
alla aðstöðu við móttöku gesta og ætti að verða unnt að veita ferðamönnum betri
þjónustu. Einnig var reist og vígt nýtt hús í Skálholtsbúðum og hlaut hinn nýi skáli
nafhið Oddsstofa og var nafh valið til heiðurs Oddi Gottskálkssyni og þýðingu hans á
Nýja testamentinu í Skálholti. Þá standa einnig vonir til þess, að ekki verði langt í það,
að tröppumar að Skálholtskirkju verði bættar og þannig að þeim staðið, að ekki sé
þeim hætta búin, sem ganga til kirkju í misjöfnum veðmm.
Báðar þessar byggingar bæta úr brýnni þörf og stígalagning og gróðursetning
fyrir framan Skálholtsskóla gjörbreytir aðkomu. En kostnaður var mikill við smíði
þessara húsa og fór töluvert fram úr áætlun.
Þýðingarmikið er það, að nú loksins hefur verið gengið ffá deiliskipulagi fyrir
Skálholt. Afgreiddi kirkjuráð það á fundi sínum í haust og sendi hreppsnefnd
Biskupstungnahrepps, sem kynnir og leitar eftir athugasemdum. Standa vonir til, að
formlega verði ffá öllu gengið fyrir áramót. En lengst stóð á því að ákveða, hvemig
vegur skyldi liggja heim að Skálholti og um jörðina. Er fundin góð lausn á þessum
málum og verða teikningar kynntar kirkjuþingsmönnum.
Vegalagnir að Skálholti standa nú yfir og er verið að undirbúa vegastæðið, sem
á að vera fullbúið bundu slitlagi á næsta ári. Er ekki óeðlilegt, þótt nafn Steingríms
Ingvarssonar, umdæmisstjóra vegagerðarinnar sé nefht hér og honum þakkað fyrir allan
stuðning hans, leiðsögn og forystu.
Þá var endumýjaður samstarfssamningur vegna Skálholtsskóla milli kirkju og
ríkis og er óbreyttur ffá síðasta samningi, bæði um fjárframlag sem annað.
Skýrsla Skálholtsskóla fylgir öðmm gögnum og standa vonir til, að starfsemin
verði kraftmikil.
17