Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 201
og hvítasunnu og kóngsbænadags. Frumvarp þetta náði aðeins fram að ganga að því
er varðar afnám kóngsbænadags, sbr. lög nr. 37/1893. Þá voru sett sérstök lög um
fermingu og affermingu skipa, nr. 19/1897, en heildarlög um helgidaga, sem sett voru
í Danmörku 1876, voru ekki lögfest hér á landi eða lög sniðin eftir þeim. Hins vegar
voru lögtekin ný lög um helgidaga og helgidagahald árið 1901, sbr. lög nr. 47 það ár.
Var þar kveðið rækilega á um helgidagahald, en helgidagar látnir haldast. í meðferð
málsins á Alþingi kom glögglega fram að greina bæri í milli helgidagalöggjafar og
vinnuvemdarlöggjafar. Fáum árum seinna (1919) var flutt frumvarp á Alþingi sem
var gagngert af vinnuvemdarrótum runnið og mælti fyrir um það að helgidagar yrðu
raunverulega að hvíldardögum fyrir verkamenn.
Núgildandi lög um þetta efhi eru nr. 45/1926. Þau fólu m.a. í sér þá breytingu
að takmarka skyldi vinnu við fermingu og affermingu skipa á helgidögum og í öðm
lagi var leyft að hafa fleiri verslanir opnar á helgidögum en fyrr var og svo
þjónustustofrianir. Skírdegi var ekki gert hærra undir höfði en sunnudögum og
almennar skemmtanir vom bannaðar eftir kl. 18 kvöldið fyrir stórhátíðardaga. Þessi
lög hafa gilt rösklega sjö áratugi óbreytt að kalla, en breytingar er gerðar hafa verið
varða annars vegar refsiviðurlög í 8. gr. sem breytt var með lögum nr. 75/1982 er
fjalla m.a. um sektarmörk nokkurra laga og hins vegar atriði er tengdust aðskilnaði
umboðsvalds og dómsvalds í héraði og tók gildi 1. júlí 1992.
Á111. löggjfarþingi árið 1988 var lagt ffarn frumvarp til laga um helgidagafrið
en það varð ekki útrætt.
C. Gildandi lög.
Eins og áður getur em gilounai lög um almannafrið á helgtdögum
þjóokirkjunnar frá árinu 1926. Eitt einkemti þeirra laga er að í þeim em ekkt taldir
upp þeir dagar sem teljast veri helgidagar. Hins vegar hefur ekki verið ágreininur um
að það em þeir sömu dagar og getur í 2. gr. ffumvarpsins.
í logunum er í 1. gr fjallað um bann við vinnu á helgidögum er hefur hávaða í
för með sér eða fer fram á þeim stað eða með þeim hætti að hún raskar ffiði
helgidagsins. Er fjallað sérstaklega um fermingu og affermingu skipa í þessu
sambandi.
í 2. gr. er fjallað um verslunarstarfsemi. Er hún bönnuð á helgidögum
þjóðkirkjunnar en undanþegnar banninu em tilteknar búðir eins og lyfjabúðir, brauð-
og mjólkurbúðir að því er snertir sölu á brauði og mjólk, fiskbúðir o.fl. Kemur og
fram að öll sala opinberlega sé bönnuð á helgidögunum en undanþága er varðandi
sölu á fiski, bókum, blöðum, aðgöngumiðum að íþróttamótum, happdrættismiðum og
þessháttar til kl. 11 árdegis og og eftir kl. 3 síðdegis.
í 3. gr. er kveðið á um að á helgidögum þjóðkirkjunnar megi ekki á neinum
almennum veitingastað halda veizlur eð aðra hávaðasama fundi fyrr en eftir miðaftan.
Samkvæmt 4. gr. má á helgidögum þjóðkirkjunnar hvorki halda alamennar
skemmtanir né heldur mega markaðir eða aðrar þær athafiiir, sem hávaði er að, eiga
sér stað fyrir kl. 3 síðdegis, nema lögreglustjóri leyfi.
Samkvæmt 5. gr. má á helgidögum þjóðkirkjunnar ekki, nema brýna nauðsyn
beri til, halda sveitar- eða bæjarstjómarfund, þing eða dómþing.
196