Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 21
1995
26. KIRKJUÞING
1. mál
Kirkjuráð ber ábyrgð á kirkjumálasjóðnum og stýrir honum. Er stór hluti
ijár kirkjumálasjóðsins fast lágmarksframlag í prestssetrasjóðinn og nemur 52
milljónum. Annar stór liður, sem nýtur fjárframlaga er embætti söngmálastjóra og
Tónskóli Þjóðkirkjunnar. Þótti kirkjuráði nauðsyn bera til að skoða skipulags
mál og rekstur þessara tveggja stofhana sem best, og fól ég Helga K. Hjálmssyni,
kirkjuráðsmanni og Emi Bárði Jónssyni, ffæðslustjóra að kanna þau mál og skoða í
náinni samvinnu við söngmálastjóra, Hauk Guðlaugsson. Hafa þeir þegar lokið könnun
sinni og skilað vandaðri greinargerð til kirkjuráðs og fylgir erindi þeirra skýrslu þessari
sem fylgiskjal og verður vitanlega athugað af þeirri nefnd, sem fær þessi gögn til
meðferðar.
Þriðji liður kirkjumálasjóðs, sem nokkuð erfitt var að áætla ijárþörf fyrir, er
starfsþjálfun guðfræðikandidata. Voru miklu færri lagðir til viðmiðunar við
áætlunargerð sjóðsins, en raun ber vitni. Eru tíu kandidatar í starfsþjálfun á þessu ári og
búast má við, að þeir verði 13 á næsta ári. Kostnaður á hvem kandidat nemur 400.000
krónum, svo að ekki er um lágar fjárupphæðir að ræða. Samkvæmt lögum um
kristnisjóð ber honum að stuðla að menntun og þjálfun stúdenta og kandidata í
guðffæði og ákvað kirkjuráð því að leitast við að fylla í óþægileg göt
kirkjumálasjóðsins með framlagi úr kristnisjóði til þessara mála.
En ég hef einnig rætt við forseta guðffæðideildarinnar og ffáfarandi forseta um
nánari skoðun á því, hvemig best muni að standa að þessari starfsmenntun kandidata,
og hvort unnt sé að tengja hana að einhverju leyti síðasta ári þeirra við guðfræðideild.
Kemur þar ekki aðeins til greina spamaðarsjónarmið, heldur hefur það líka komið ffam,
að kandidötum þykir sárt að þurfa að bíða fjóra mánuði ffá því þeir ljúka guðffæðiprófi,
þar til þeir hafa embættisgengi og geta sótt um laus prestaköll. Það er líka spuming,
hvort eðlilegt sé að hafa miklu fleiri kandidata í starfsþjálfun en reikna má með að geti
fengið embætti á vegum kirkjunnar. Og sé sú niðurstaðan, hvemig standa beri þá að
því að takmarka aðgang, og hvort kirkjan geti sett sér reglur, t.d. um lágmarkseinkunn
óháð reglum guðfræðideildarinnar, þar sem undir fimm er falleinkunn. Hef ég fengið
þremur starfsmönnum mínum það verkefni að skoða þessi mál og gera tillögur þar að
lútandi í samvinnu við guðfræðideild og skrifað deildarforseta með beiðni um samstarf.
Innritaðir nemendur í guðffæðideild em svipaðir að ijölda og prestar landsins
allir. Einnig hefur þeim fjölgað mjög, sem innrita sig til náms í djáknaffæðum. Og
fyrstu djáknarnir, sem Háskóli íslands tók í móti af miklum skilningi til náms í
fræðum sínum, vom vígðir 12. febrúar á síðasta ári og vom þeir fimm talsins. Er ekki
nokkur vafi á því, að djáknaþjónustan er mjög dýrmæt. Þeir keppa ekki við prestinn,
heldur ganga til samstarfs við hann á sviði þjónustu og ffæðslu.
Þegar gengið var ffá þáttum þeim, sem fé er veitt til á vegum
kirkjumálasjóðsins, var gert ráð fyrir endurskoðun eftir fyrsta árið í starfsemi sjóðsins.
Var staðan þess vegna rædd við kirkjumálaráðherra og ráðuneyti. Var orðum okkar
og athugunum tekið af miklum skilningi og allt viðurkennt, sem við bentum á. En
sökum fjárhagsstöðu ríkissjóðs vannst sá vamarsigur einn, að ekki er um skerðingu að
ræða í framlögðu fmmvarpi til fjárlaga á liðum kirkjunnar, en ekki hefur verið unnt enn
sem komið er að fá nokkm bætt við. Verður þetta mál þó vitanlega tekið upp á fundi
biskups með fjárlaganefnd
16