Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 200
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
I. Inngangur
A. Almennt.
Með bréfi. dags. 24. maí 1995, skipaði dóms- og kirkjumálaráðherra nefnd
sem falið var að endurskoða lög um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar nr. 45
15. júní 1926. Nefhdarmenn voru Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður, sem
jafnffamt var formaður nefndarinnar, Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður og Sr.
Hjálmar Jónsson, alþingismaður. Ritari nefndarinnar var Högni S. Kristjánsson
fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
B. Söguleg atriði.
Ákvæðin um helgidaga og helgidagahald voru upprunalega í kristinna laga
þætti, sbr. síðar Kristinrétt Ama biskups Þorlákssonar, 31.-37. kap. Sú löggjöf var
víðtækari en helgidagalöggjöf síðari alda. Voru m.a. ákvæði um að meir segðist á
brotum sem unnin væru á helgum dögum en endranær. Við siðaskipti urðu aldahvörf
og er talið að 26 messudagar hafi verið afnumdir með kirkjuskipan Kristjáns III. frá
1537, lögfest hér 1541 og 1551, en raunar bætti það lagaboð T--ið helgidögum þótt í
lni-im rnæli væri u,- breytti auk þess ákvæðum u,n helgidagahaid öðrum þræði. í
Alþingissamþykkt 1552 var íjaliað um iielgibrot, kirkjugrið og helgidagahaid og er
m.a. getið þar tveggja helgidaga sem kirkjuskipanin vék ekki að sérstaklega, þ.o
skírdegi og föstudeginum langa. Siðari lagaboð, m.a. kirkjuskipan Kristjáns IV. frá
1607, lögfest hér 1629, áréttuðu ákvæði fyrri kirkjuskipanar (frá 1537).
Helgisiðabókin frá 1685 var ekki lögleidd hér á landi þótt eftir henni væri farið í
ýmsum greinum. Ákvæði Dönsku og Norsku laga frá 1683 og 1687 um helgidaga og
helgidagahald, og að svo miklu leyti sem því var til að dreifa, voru ekki lögleidd hér á
landi. Tilskipunin um tilhlýðilegt helgihald sabbatsins og annarra helgra daga frá 29.
maí 1744 á rót að rekja til píetismans og voru þar ströng ákvæði um helgihald og m.a.
um kirkjusókn. Tilskipun 26. október 1770 stafar frá tímum Struensee og ber vott um
frjálslyndi þeirra tíma. Voru þá nokkrir helgidagar afnumdir. Eftir sem áður gilti
tilskipun 29. maí 1744 að verulegu leyti. Helgidagalöggjöf Dana var breytt með
nýjum lögum frá 1845 mjög í fijálsræðisátt. Bárust Alþingi, er það var endurreist,
bænaskrár um breytingar á helgidagalöggjöf. Með tilskipun frá 1855 var komið á
nýskipan að því er varðaði helgihaldið og var sú löggjöf mjög reist á dönsku
helgidagalögunum frá 1845. Var þessi skipan ólíkt fijálslegri en hin fýrri skipan og
þótti sumum of langt gengið sérstaklega með að draga úr friðun sunnudags. Var þessu
atriði breytt með opnu bréfi 28. september 1860.
Þegar leið á 19. öldina voru flutt frumvörp á Alþingi er vörðuðu þetta mál,
m.a. 1893, um afhám helgidaga, skírdags, uppstigningardags, annars dags í páskum
195