Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 183
1995
26. KIRKJUÞING
3, mál
3. Vígslubiskupar
a. Almennt
14. gr.
Vígslubiskupar skulu vera tveir með aðsetri á hinum fomu biskupsstólum, í
Skálholti í Biskupstungum og á Hólum í Hjaltadal. Þeir skulu hafa tilsjón með
kristnihaldi í umdæmum sínum og vera biskupi Islands til aðstoðar um kirkjuleg
málefni og annast þau biskupsverk er biskup Islands felur þeim.
Forseti íslands skipar vígslubiskupa.
Kirkjuþing setur í starfsreglum nánari ákvæði um starfssvið vigslubiskupa sbr. 62.
grein.
b. Kosning vígslubiskupa
15. gr.
Um kosningu og kjörgengi vígslubiskupa gilda sömu reglur og um biskupskjör eftir
því sem við getur átt, sbr. 7. og 8. gr. Kirkjuþing setur nánari reglur um kosningu
vígslubiskups í hvoru vígslubiskupsumdæmi fyrir sig.
c. Vígslubiskupsumdæmi o.fl.
16. gr.
Umdæmi vígslubiskups í Skálholti nær yfir Múla-, Austijarða-, Skaftafells-,
Rangárvalla-, Ámess-, Kjalamess-, Reykjavíkur-, Borgarfjarðar-, Snæfellsness og Dala-,
Barðastrandar- og ísaijarðarprófastsdæmi.
Umdæmi vígslubiskups á Hólurn nær yfir Húnavatns-, Skagaíjarðar-, Eyjafjarðar-
og Þingeyjarprófastsdæmi.
d. Biskupafundur
17. gr.
Biskup íslands boðar biskupafund svo oft sem þurfa þykir. Biskupafundur
skal m.a. búa þau mál, er varða kenninguna, helgisiði og helgihald, í hendur
prestastefnu og gera tillögur um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma til
kirkjuþings, sbr. 49. grein.
4. Kirkjuþing
a. Almennt
18. gr.
Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefhum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka.
Málefiii, er varða kenningu kirkjunnar og agavald, heyra þó undir biskup íslands,
sbr. 10., 11., 17. og25. gr.
Samþykktir um guðsþjónustuhald, helgisiði, skím, fermingu og altarissakramenti
verða að sæta umijöllun prestastefiiu áður en þær hljóta endanlega afgreiðslu á kirkjuþingi.
178