Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 62
Tillögur hópslysanefndar til Kirkjuþings 1995.
Hópslysanefnd fékk skipunarbréf dags. 11. ágúst s.l. (sjá fylgiskjal) og var þá sr. Birgi
Ásgeirssyni falið að kalla nefndina saman. Þar sem hann er ekki á landinu fól biskup sr. Braga
Skúlasyni 5. september s.l. að veita nefndinni forstöðu. Nefndin hefur haft skamman tíma til
að útbúa tillögur fvrir Kirkjuþing, en hún hefur orðið ásátt um eftirfarandi tillögur:
1. Hópslvsanefnd leggur til að Kirkjuþing sé sá kirkjulegi aðili, sem beri ábyrgð á mótun
heildarskipulags í tengslum við hópslvsavinnu þjóðkirkjunnar.
2. A þessu stigi er mikilvægast að skilgreina hvaða verkefni þjóðkirkjan geti tekið að sér
þegar hópslys verða. Kirkjuþing veiti hópslvsanefnd umboð til að ræða við hjálpar- og
björgunaraðila á sjó og landi, sem að þessum málefnum starfa hér á landi og verði
hópslysahjálparkerfi kirkjunnar fellt að almennum hjálparkerfum í landinu, þannig að
verkaskipting sé ljós og boðleiðir sömuleiðis. I framhaldi af þessari vinnu þurfa að fara fram
viðræður við Dómsmálaráðherra og -ráðuneyti.
a) Kirkjan starfi að aðhlynningu sjúkra og deyjandi einstaklinga, aðstandendum látinna og
annarra. sem um sárt eiga að binda vegna andlegs áfalls.
b) Prestar þjóðkirkjunnar hafi yfirumsjón með tilkvnningum andláta eftir hópslvs. Þeir
sjái um að tilkynna yfirmanni hópslysaviðbragða hvenær búið sé að tilkynna öllum nánustu
aðstandendum um andlát ástvina. Þetta þarf að gerast áður en nöfn hinna látnu eru birt í
fjölmiðlum. Mikilvægt er, að kirkjan eigi gott samstarf við lögreglu um tilkynningu andláta
almennt.
c) Þeim prestum þjóðkirkjunnar, sem starfa í hópslvsaaðstæðum sé trvggður stuðningur
(handleiðsla) og sé biskup ábyrgur fyrir að hann sé veittur.
d) Unnið verði að hópslysahandbók kirkjunnar er nái yfir landið allt.
e) Kirkjan verði ábyrg fyrir stuðningi við syrgjendur svo lengi sem þörf krefur. Hafi
prestar á viðkomandi hópslvsasvæði ekki næg úrræði, þá kalli þeir eftir því sem upp á vantar
af hálfu kirkjunnar í heild.
f) Hjálparstofnun kirkjunnar hafi vfirsýn vfir þá aðstöðu, sem liggur í húsnæði og
félagslegum úrræðum kirkjunnar. Revnslan frá t.d. Vestmannaevjum 1973, Neskaupstað 1975
og Súðavík 1995 hefur sýnt okkur nauðsyn þess að Hjálparstofnunin sinni þessum verkefnum.
3. I hópslysaaðstæðum er mikilvægt að kirkjan annist um þær minningarathafnir, sem fylgja
í kjölfarið.
a) Utbúið verði form fvrir minningar- og helgiathafnir sem hægt sé að styðjast við í
hópslysaaðstæðum og bæklingar með stuðning- og huggunarorðum gefnir út.
b) Kirkjan sjái um. að áður en minningarathafnir hefjast, þá sé boðað til fundar með
fulltrúum fjölmiðla og komið á samstarfi um að syrgjendum sé sýnd tillitssemi.
4. Kirkjan standi fyrir fræðslu fyrir starfsfólk sitt um þeirra þátt í stuðningi í
hópslysaaðstæðum.
5. Kirkjan leiti eftir samvinnu við þá aðila í samfélaginu, sem eru ekki beinir aðilar að
björgunarstörfum, en hafa með stuðning við syrgjendur að gera beint eða óbeint. svo sem
leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, ráðuneyti Heilbrigðismála, Félagsmála og
Menntamála. frjáls félagasamtök sem beita sér fvrir stuðningi við þá sem eiga um sárt að
binda o.s.frv.
Hópslvsanefnd: sr. Bragi Skúlason, formaður
sr. Þorvaldur Karl Helgason, sr. Gísli Jónasson,
sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.
57