Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 13
menningu okkar. Að þessum þáttum er sótt úr ýmsum áttum og með mismunandi rökum eins
og sjá má af deilum um róðukrossa í skólastofum í Bæjaralandi.
Ljóst er, að sú tíska gengur einnig yfir ísland, sem mælir gegn kristnum áhrifum á ungt fólk.
Birtist hún í ýmsum myndum og fær liðsinni úr ólíkum áttum. Hér í Reykjavík hafa til dæmis
orðið umræður um hlut borgaryfirvalda að borgaralegri fermingu, sem segja má að stefiit sé
gegn gildum kristninnar.
Síst á það við í þessu efhi að hlaupa á eftir tískustraumum. Þeir, sem bjóða sig fram til
forystu, eiga að hafa þrek til að taka skýra afstöðu í málum, er lúta að rótum lýðræðislegra
stjómarhátta okkar og snerta auk þess kjama hinna siðferðilegu gilda og byggja á kristinni trú.
Þú skalt vera stjama mín Drottinn
yfir dimm höf
yfir djúpa dali
og eyðimerkur
ég geng í geisla þínum
og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga
þar sem ég geng upp fagnandi skrefum.
Þetta ljóð er eftir Ragnheiði Ófeigsdóttur og birtist í bók hennar Hvísl en ég valdi það úr
lítilli bók, Trúarleg Ijóð ungra skálda, sem kom út árið 1972. Völdu þeir Jóhann Hjálmarsson
og Erlendur Jónsson ljóðin. Töldu þeir, að bókin ætti erindi á þessum tíma, af því að unga
fólkið hefði þá meiri áhuga á trúarefnum en áður og tískan hvetti til að tala opinskátt um þessi
mál gagnstætt því, sem áður gerðist.
Um allar aldir hafa listamenn fundið hjá sér þörf til að lýsa trú í verkum sínum.
Meistaraverkin em óteljandi því til sönnunar. Innan íslensku kirkjunnar og fyrir hennar
frumkvæði hafa á undanfömum ámm orðið nokkrar umræður um list og kirkju. Má þar nefna
ráðstefnu, sem var haldin í Skálholti á vegum Kirkjuritsins vorið 1981 um myndlist og kirkju.
Tíu ámm síðar eða vorið 1991 var rætt um tengsl listar og kirkju á kirkjulistarviku í
safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
I tilefni af þeim umræðum sagði séra Þórhallur Höskuldsson: “Trúin og listin hafa allt ffá
fyrstu tíð átt farsæla samleið og stutt hvor aðra og í víðasta skilningi má segja að öll skapandi
list sé trúarlegs eðlis. Við getum í raun sagt að Guð sé faðir listarinnar og hæfileikinn til
listsköpunar náðargáfa frá honum og því hlýtur okkur líka að vera skylt að hvetja listafólk til
að leggja rækt við þá náðargáfu og án tillits til þess hvort listaverkið ber kristið vömmerki
hverju sinni eða ekki.”
Allar listgreinar eiga skjól í kirkjunni. Menn öðlast einnig dýpri skilning á listum, ef þeir
tileinka sér það, sem kirkjan hefur að boða. Nýlega skomðu móðurmálskennarar á yfirvöld
kirkju- og menntamála að auka kennslu byggða á Biblíunni til að efla skilning nemenda á
bókmenntum og móðurmálinu. Kirkjuráð tók undir þessa ályktun og beindi því til skólastjóra,
kennara og foreldra að þeir létu sig þetta mál varða. Verður áskomn Kirkjuráðs komið á
framfæri við ffæðslustjóra með sérstöku bréfi.
Sá maður, sem hefur ekki öðlast þekkingu á sögum Biblíunnar eða táknum trúarinnar, fer á
mis við margt í bókmenntun, húsagerðarlist, myndlist og kvikmyndum. Sækir á hugann, hvort
ekki sé ástæða fýrir kirkjuna að auka upplýsingamiðlun um þessa lykla að leyndardómum
margra stórbrotinna listaverka. Til þess mætti nota þann miðil, sem ríkið rekur til að leggja
8