Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 11
Ávarp Björns Bjamasonar menntamálaráðherra
Ávarp Bjöms Bjömssonar menntamálaráðherra, en hann gegndi störfum dóms og
kirkjumálaráðherra í ijarveru Þorsteins Pálssonar.
í fjarveru dóms- og kirkjumálaráðherra var ég sem staðgengill hans beðinn að ávarpa
Kirkjuþing í dag. Mér er það ljúf skylda. Vil ég nota einstakt tækifæri til að fara nokkrum
orðum um tengsl kirkju og þeirra málaflokka, sem ég sinni í störfúm menntamálaráðherra.
Þess verður minnst eftir fimm ár, að 1000 ár verða liðin ffá því að kristni var lögtekin á
íslandi. Þáttur kristninnar í menntun og menningu þjóðarinnar er svo ótvíræður, að um hann
þarf í sjálfú sér ekki að fara mörgum orðum. Kirkjan hefúr gegnt lykilhlutverki við að varðveita
menningararfinn og efla. Verður það gildi hennar aldrei metið til fúlls.
Sagnamenntun og skáldskaparmennt íslendinga sker sig úr, þegar litið er til norrænna þjóða
á miðöldum. Þar telja ffæðimenn að greina megi gelísk eða írsk áhrif meðal landnámsmanna.
Hitt er ljóst, að okkur hefði aldrei tekist að varðveita dýrgripi þessa tíma, okkar ffægu bækur,
nema vegna þess að íslendingum bættist tækni og þekking úr lærdómshefð kaþólsku
kirkjunnar.
Hið elsta, sem varðveitt er skjalfest á norræna tungu, er Reykjaholtsmáldagi. Þar er að finna
skrá yfir eignir kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði. Má af máldaganum fá góða hugmynd um
þær en hann er auk þess einstök heimild um íslenskt mál, íslenska stafagerð og íslenskar
ritvenjur í lok 12. aldar og á ýmsum skeiðum 13. aldar.
Við siðaskiptin gerðist það síðan með helgisögublæ, að Biblían var þýdd á íslensku. Þar með
var tryggt, að íslensk tunga hélt áffam að lifa og dafna en varð ekki lágþýsku eða öðru erlendu
tungumáli að bráð.
Kirkjunni verður aldrei fúllþakkað, hve mikinn þátt hún á í menntun og menningu
þjóðarinnar. Á biskupsstólunum fomu, Skálholti og Hólum, hefúr þróunin orðið í þá átt á
undanfómum ámm og áratugum, að þar er sögu þeirra minnst með verðugum hætti. Kirkjur
em glæsilegar og viðleitni til menningar og mennta setur svip sinn á staðarhaldið. Nýlega ritaði
ég undir skipulagsskrá Snorrastofú í Reykholti með fúlltrúum heimamanna og hefúr hún nú
verið gefin út í Stjómartíðindum og staðfest af dómsmálaráðuneyti. Þar er lagður gmnnur að
menningar- og fræðastarfi í samræmi við sögulegt gildi Reykholts. Snorrastofa er tengd nýrri
kirkjubyggingu á staðnum og hafa öll verk þar verið unnin með reisn.
Leyfið mér að minna á gildi klaustranna fyrir menningu okkar. Þegar ég hlýddi á erindi á
Skálholtshátíð nú í sumar, kom í hugann, hve mikils við íslendingar fömm á mis, ef við
leggjum ekki rækt við hið kaþólska menningarskeið okkar. Er þörf á að gildi þess sé haldið á
loft. Yrði það ef til vill best gert með því að koma á fót minjasafni, sem dregur athygli að
skipan hinna fomu klaustra, lífí og starfi innan þeirra.
Slíkt safn kann að rísa í Viðey, þar sem myndarlega hefúr verið staðið að rannsóknum og
staðarhaldi. Með aukinni þjónustu við ferðamenn eykst áhugi á því að draga frarn hið merkasta
á hveijum stað og er ekki ólíklegt að í kjölfar þess sigli óskir um auknar rannsóknir á fomum
minjum á sögufrægum stöðum. Staldra menn þá ekki síst við gömul höfúðból, þar sem áður
vom klaustur. Nefni ég til dæmis Þingeyrar í Húnavatnssýslu en Hörður Ágústsson, sá
Islendinga, sem hefúr mesta þekkingu á fomum húsum og húsagerðarlist, hefúr einmitt
rannsakað byggingarsögu kirkna og klausturs á Þingeyrum sérstaklega.
6