Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 146
1995
26. KIRKJUÞING
2. mál
Vísað samhljóða til fjárhagsnefndar (írsm. Helgi K. Hjálmsson).
Alit nefiidarinnar, eftirfarandi reikningar svo og ijárhagsáætlun fyrir árið 1996 samþykkt
samhljóða svohljóðandi:
1. Ársreikningur Kristnisjóðs fyrir árið 1994 og fjárhagsáætlun ársins 1996.
Reikningurinn er áritaður af stjóm og endurskoðendum. Frágangur reiknings er góður.
Á árinu 1994 nam tap af rekstri Kristnisjóðs skv. Rekstrarreikningi 19.8 milljónum
króna. Tekjur lækkuðu um 42,7 milljónir króna eða um 62.1%. Vegur þar þyngst sala
eigna. Gjöld jukust um 2,1 milljón króna eða um 6,98%. Eigið fé samkvæmt
efnahagsreikningi nam kr. 75,3 milljónum króna í árslok 1994, sem er 18,3 milljóna
króna lækkun ffá árinu á undan. Fjárhagsáætlun ársins 1996 var yfirfarin. Þar kemur
ffam að gert er ráð fyrir því að ffamlag ríkisins verði nú loks í samræmi við það sem
lög gera ráð fyrir eða um 27 milljónir króna fyrir niðurlögð og ósetin prestaköll. Ber að
fagna þessu. Nefndin fór yfir úthlutanir úr sjóðnum og gerir ekki neinar athugasemdir
við þær. Nefndin beinir því til útgáfústjóma Víðförla og Árbókar kirkjunnar hvort ekki
sé unnt að afla tekna með auglýsingum og styrktarlínum.
Fjárhagsnefnd leggur til að reikningur Kristnisjóðs 1994 og fjárhagsáætlun 1996 verði
samþykkt.
2. Ársreikningur Jöfnunarsjóðs sókna fyrir árið 1994.
Reikningur er áritaður af stjóm og endurskoðendum. Frágangur reiknings er góður.
Á árinu 1994 nam hagnaður af rekstri Jöfnunarsjóðs sókna skv. Rekstrarreikningi 1,8
milljónum króna. Tekjur hækkuðu um 1,4 milljónir króna eða um 0,96%. Gjöld
lækkuðu um 13 milljónir króna eða um 8,43%. Eigið fé samkvæmt rekstrarreikningi
var neikvætt um 7,6 milljónir króna sem er 1,6 milljón króna hækkun frá árinu á undan.
Veittir styrkir á árinu námu 138,7 milljónum króna. Til rekstrar sjóðsins hefúr því farið
tæp 3 % af tekjum hans. Nefndin fór yfir úthlutanir. Varpað var ffam þeirri hugmynd
hvort ekki væri ráð að stjóm sjóðsins úthlutaði ákveðinni upphæð til hvers
prófastsdæmis og héraðsnefndir úthlutuðu til umsækjenda.
Fjárhagsnefnd leggur til að reikningur Jöfnunarsjóðs sókna 1994 verði samþykktur.
3. Reikningar eftirfarandi stofnana og sjóða voru lagðir fram og skoðaðir:
A) Kirkjugarðasjóður, ársreikningur 1994.
Reikningurinn er áritaður af stjóm og ríkisendurskoðun. Á árinu 1994 nam tap af
rekstri Kirkjugarðasjóðs skv. Rekstrarreikningi 585 þúsundum króna. Rekstrartekjur
hækkuðu um 400 þúsundir króna eða um 1,3%. Rekstrargjöld lækkuðu um 11, 2
milljónir króna eða um 23%, sem á sér rætur í lækkun styrkja. Athygli vekur að
launakostnaður hækkar um 50% á milli ára og nemur nú tæpum 10% af tekjum
sjóðsins. Sú spuming hlýtur að vakna hvort raunverulega þurfi á ígildi nærri tveggja
stöðugilda að halda í sambandi við rekstur og stjóm sjóðsins. Eigið fé samkvæmt
efhahagsreikningi nam 82,9 milljónum króna og hækkar um 918 þúsund krónur.
141