Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 84
5
Á grundvelli laganna um skólann, samþykkia Kirkjuráðs um skólann og mótunar
dagskrárinnar til þessa, hefur skólaráðið samþykkt að stefna skólastarfsins sé
sem hér segir:
I
- Að standa fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk kirkjunnar í samvinnu við
guðfræðideild, fræðsludeild, söngmálastjóra, prestaköli og prófastdæmi.
- Að veita aðstöðu fyrir námskeið á vegum ýmissa aðila
- Að hýsa ráðstefnur og málþing um kirkjuleg og trúarleg efni
(og um önnur efni eftir því sem pláss leyfir)
- Að standa fyrir opnum fyrirlestrum og námskeiðum fyrir almenning um ýmis efni.
- Að standa fyrir ráðstefnum um málefni sem brenna á kirkju og samfélagi hverju
sinni.
II
- Að standa fyrir kyrrðardögum og öðrum samverum til hvíldar, endumæringar
og trúarlegrar uppbyggingar.
III
- Að taka þátt í menntun presta, með endurmenntunamámskeiðum fyrir presta í
starfi, og með þátttöku í starfsþjálfun guðfræðikandidata.
IV
- Að þjóna gestum Skálholtsstaðar eftir því sem þurfa þykir og pláss leyfrr með
sölu veitinga og gistingar.
Stefnan, eins og hún er hér skráð er auðvitað fyrst og fremst til þess að
ákveða hvaða atriðum skólinn á að sinna, án tillits til þess hversu vel
skólastarfið býr í haginn fyrir sig fjárhagslega. í þeim efnum má segja að til
þessa hafi langtímamarkmið skólans verið sem hér segir í stuttu máli:
Tekjur af námskeiðum og af veitingasölu þuifa að vaxa svo að þau standi
undnir gjöldum af rekstri eldhúss og rœstingu hússins, laun og öll innkaup
meðtalin. Laun kennara á námskeiðum sem skólinn heldur, og annar kostnaður
við námskeiðið geti komið af rekstrarfé.
Rekstrarfé greiði ennfremur skrifstofukostnað allan, rekstrarkostnað skólahússins
og laun rektors og ritara.
Lokaorð.
Skálholtsskóli er samkvæmt lögum menntastofnun kirkjunnar. Margt hefur skýrst
um hlutverk hans á undanfömum ámm, en nauðsynlegt er að marka honum
ennþá skýrari bás innan menntakerfis kirkjunnar. Skólaráðið hefur í því skyni
ákveðið að leita eftir því við kirkjuleg yfrrvöld og þá aðila sem annast menntun
fyrir kirkjuna, að efnt verði til málþings um menntamál kirkjunnar, í febrúar á
komandi ári. Þetta mál varðar vissulega miklu fleiri stofnanir kirkjunnar en
Skálholtsskóla, en skólinn bindur miklar vonir við að sá árangur verði af þessari
umræðu, er leiðir til blessunar fyrir skólann og kirkjuna í heild.
Kristján Valur Ingólfsson
Skilholtsskóli kt.511272
Sínii 98-S8870, Bréfsími 98 - 68994. Vií/skjptabanki LI151-26-2145
79