Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 83
4
samningi hefur framlag úr ríkissjóði verið tryggt til næstu fjögurra ára. Kirkjuráð
hefur til þessa stutt starfsemi skólans verulega, og verður vonandi ekki sú
breyting á rekstri stofnunarinnar að Kirkjuráð telji ástæðu til breytinga.
Þrátt fyrir þennan góða stuðning, er alveg víst að auka þarf verulega þær tekjur
sem skólinn aflar með starfsemi sinni, og einnig sértekjur af veitingasölu og
þjónustu við gesti og gangandi.
Eins og fyrr segir hefur verið gripið til ákveðinna ráða til þess að draga úr
kostnaði, en betur má ef duga skal. Verulegum vanda veldur t.d. þegar hópur
sem kemur reynist miklu minni en samið var um, eða þegar hann kemur aLIs
ekki. Skólinn hefur til þessa borið kosmað af því, án þess að hafa til þess
burði. Oftast er ekki tilkynnt um breytingu fyrr en á síðusm stundu og því
ekki hægt um vik að bregðast við vandanum.
Fjárhagsyfirlit frá árinu 1994 og staðan 1 . okt. 1995 er sem hér segir.
(Tölur eru rúnaðar af. Reikningurinn fyrir árið 1994 er í vörslu Kirkjuþings til
nánari skoðunar.)
Tekjur: 1994 áætlun 95 staða 1. okt 1995
með áætlun til ársloka
Veitingar- selt fæði 8,3 8,5 7, 8 (0,9)
Gisting 2,3 2.5
Annað 0.4
Fyrirtaeki og sjóðir í B 2,3 10.0 10.0
5,3
Viðhald 6.0 2,0 2.0
Samtals 24,6 23,0 20,7
Gjöld: Laun og launatengd gjöld 12,9 11,4 9.0
Vörukaup 3,4 5,5 5,0
Annar rekstrarkostnaður 6.0 5,3 4,2
Fjármunakostn. 0.3 0,3
Eignakaup 0.2 0,2
Annað 0,2 0,2
Húsnæði 4,1 0,3 2,0
Samtals 26,4 23,0 20,7
Eins og hér kemur fram varð halli á rekstrinum 1994. Stærstur hluti hans er
tilkominn vegna tækjakaupa og búnaðar. (Sjá ársreikning). Enda þótt fjöldi
starfsdaga milli ára hafi lítið breyst (um 250 starfsdagar) má sjá hér að ofan
að um er að ræða minni brúttótekjur fyrir yfirstandandi ár en hið síðasta, eða
u.þ.b. 3 millj. króna. Skýringin er fyrst og fremst fólgin í tvennu; annarsvegar
lélégri útkomu fyrstu þrjá mánuði ársins, en þar var minni starfsemi en verið
hafði (færri þáttakendur), og einnig vantar tekjur af matsölu til þátttakenda á
organistanámskeiði og kóranámskeiði söngmálastjóra, en þátttakendur, sem oft
hafa verið vel á þriðja hundrað, hafa greitt um 1,3 millj. til skólans.
Eins og sést hefur verið brugðist við háum launakosmaði og stefnir í verulega
lækkun hans á árinu.
Skólaráðið hefur samþykkt nokkra hækkun á dvalargjöldum, en við verðum að
fara varlega í það, því að við erum enn of oft að missa af hópum sem ekki
treysta sér til að koma vegna kostnaðar.
Skálholtsskóli kt.5U272
Simi 98-68870, Bréfsimi 98 - 68994. Vidskiptsbanki U 151-26-2145
78