Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 155
1995
26. KIRKJUMNG
3, mál
Ákvörðunum kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar stjómsýslu verður eigi
áfrýjað til kirkjuþings en fjalla má um málefhið á kirkjuþingi að frumkvæði einstakra
kirkjuþingsmanna.
Um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjómvalda, skal
fýlgt ákvæðum stjómsýslulaga nr. 37/1993 eftir því sem við getur átt, leiði annað eigi af
ákvæðum laga eða starfsreglna, sem kirkjuþing setur skv. 63. gr. laga þessara. Hið sama á
almennt við um sérstakt hæfi kirkjulegra stjómvalda til meðferðar einstakra mála.
24. gr.
Kirkjuráð undirbýr fundi kirkjuþings og fylgir eftir samþykktum þess.
Kirkjuráð undirbýr af hálfu þjóðkirkjunnar tillögur til fjárveitinga til hennar á
fjárlögum.
Kirkjuráð hefur á hendi yfirumsjá kristnisjóðs, sbr. 23. gr. laga nr. 35/1970,
jöfiiunarsjóðs, sbr. n. kap. laga nr. 91/1987, kirkjumálasjóðs, sbr. lög nr. 138/1993,
prestssetrasjóðs, sbr. 2. - 3. gr. laga nr. 137/1993. Kirkjuráði er heimilt að kjósa stjórnir
þessara sjóða.
Kirkjuráð hefhr yfimmsjón með ráðstöfiin fjár, sem veitt er af opinberri hálfii til
kirkjulegrar starfsemi.
Kirkjuráð hefur forræði og forsjá um Skálholtsstað, svo sem greinir í lögum nr.
32/1963, og hefur þau afskipti af málefnum Skálholtsskóla, er greinir í lögum nr. 22/1993.
6. Prestastefna
25. gr.
Biskup Islands boðar til almennrar prestastefiiu (synodus generalis) og er forseti
hennar.
A prestastefnu eiga setu og atkvæðisrétt vigslubiskupar og allir starfandi
þjóðkirkjuprestar, svo og fastir kennarar guðfræðideildar Háskóla íslands með
guðfræðimenntun og guðfræðingar, sem gegna föstum störfum á vegum þjóðkirkjunnar.
Aðrir prestar og guðfræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti enda séu
þeir innan safiiaða, er starfa á játningargrundvelli evangelísk-lútherskrar kirkju.
A prestastefiiu skal fjalla um málefrii prestastéttarinnar svo og önnur kirkjuleg
málefrii. Prestastefiia hefur tillögu- og umsagnarrétt um mál, er varða kenningu kirkjunnar
og helgisiði og annars heyra undir biskup og kirkjuþing, sbr. 11., 12., og 18. gr. þessara
laga.
7. Leikmannastefna
26. gr.
Biskup íslands boðar til leikmannastefnu. Kirkjuþing setur ákvæði um
leikmannastefnu í starfsreglur, sbr. 63. grein.
150