Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 308
dragi það úr vilja, þótt atkvæðagreiðsla hafi farið á annan veg en við hefðum helst
kosið.
Við erum þess vegna ekkert nauðsynlega öll sátt við hvert atriði þeirra mála, sem lögð
hafa verið fyrir þingið. Vildum jafnvel hafa séð öðruvísi orðaða tillögu eða algjörlega
fellda niður. En þá kirkjuþing hefur lokið umfjöllun og atkvæði hafa verið talin, á að
reynast unnt að ganga út ffá því, að í þessu sé skoðun kirkjunnar túlkuð og tjáð og því
okkar skylda að styðja.
Ég minni enn á, að það er ekkert sjálfgefið, að við lítum allt sömu augum, þótt
köllunarvissan sé hin sama og frelsunarvonin haggist ekki. Við sjáum svo margt út um
þann glugga einan, sem veit að nágrenni okkar. Sé mannmargt þar fyrir utan, mótar
það títt viðhorf. Sé fylking þynnri en fyrr var og hætta á enn frekari fækkun fólks,
mótar það eðlilega afstöðu. Kemur þetta ekki síst ffam í umfjöllun um það stóra mál,
sem ber yfirskriftina: „Staða, stjóm og starfshættir þjóðkirkjunnar.” En við þurfum
þrátt fyrir þröngan skjá lítillar yfirsýnar að leitast við að gera okkur grein fyrir þörfum
heildarinnar og hvar ábyrgð kirkjunnar er, þeirrar sem við með eðlilegu stolti köllum
Þjóðkirkju íslendinga. Það eiga vitanlega allir landar rétt á nærvem kirkjunnar í
þjónustu hennar og umsjá. Ég vildi gjarnan sjá þann dag, þegar hægt er að verða við
öllum óskum. En eins og Móse þurfti að mínu viti sjálfur að hamra steininn verðum við
líka að sætta okkur við það, að okkur er ekki allt fengið áreynslulaust.
Og hluti þeirrar ábyrgðar er að vera góður ráðsmaður og skila því margfoldu, sem við
fengum úr hendi húsbóndans. Þá dugar ekki að segja: Ég miða við það eitt, sem mætir
auga heima. Heldur verðum við að reyna að víkka svo rifu að líta megi sviðið allt. Ég
endurtek, að ég skil bæði afstöðu þeirra, sem fjölmennið hneppir í ákveðna ijötra sem
hinna, þar sem fámennið gerir hvem mann dýrmætari og þá ekki síður prest í góðri
nánd. En okkur ber að finna þá málamiðlun, að þjónustan sé öllum veitt, þótt ekki sé
nákvæmlega eins alls staðar, enda ekki þarfir endilega hinar sömu.
En það sem mig langar að leggja áherslu á er ekki einstök mál, þótt vel vitum við, að
þau er mörg hver þýðingarmeiri en venja leggur á borð kirkjuþingsmanna. Það er
heildarstefnan, sem skiptir öllu, að vera trúr og dyggur í þjónustunni við Krist, minnug
þess að fleyið flýtur ffam og stefnu verður trauðla breytt, en við ós hlýtur spuming að
bíða um trúmennsku með skilningi á fleiri sjónarmiðum en þeim einum, sem við
skömmtum okkur sjálf eða látum umhverfi móta.
En vissulega höfum við horft víðar en skómál spannar. Við höftim rétt fram hönd með
samþykkt Porvoo eða Borgá skýrslunnar í átt til þeirra, sem fyrr voru aðeins ffændur
og ffænkur í besta lagi, en nú eiga að vera systur og bræður. Sé ég þetta skref þeim
mun stærra, sem við væntum þess, að meira fylgi í ffamtíð með auknum skilningi á
ábyrgð kirkjunnar á öllum mönnum allra landa og þá með samstöðu kirkna, þótt önnur
heiti auðkenni en þau, sem við berum að okkar eigin.
Ég þakka þingdaga alla. Umræður og tillögur, samskipti utan fimdarsalar og samfélag
gott við veitingar ffam bomar. Ég þakka þingmönnum öllum og bið þeim blessunar á
heimleið. Ég þakka starfsfólki þingsins, bæði því sem kom með mér af biskupsstofu og
303