Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 300
1995
26. KIRKJUÞING
23. mál
Grunneining í starfi kirkjuorganista er að vera forsöngvari; þ.e. sá sem leiðir
hina sungnu lofgjörð safnaðarins. Hann er kantor. Hugtakið kantor er ókunnugt
flestum og því erfitt að nota það til skilgreiningar. Nefndin telur því, eins og
fyrr er greint, að organistar sem eru í föstu starfi hjá kirkju, hafi starfsheitið
organisti. Aðrir þeir sem leika á orgel, en hafa ekki með höndum fast starfí
kirkjunni, skulu kallast orgelleikarar.
Fyrir um það bil þúsund árum var ákveðið að fyrirrennari kantorsins í
helgihaldinu - kallaður psalmista, þyrfti ekki að vera vígður maður.
Sömuleiðis var ákveðið að psalmista væri ekki ein af lægri vígslunum eins og
verið hafði t.d. á Irlandi. Þannig tók heilagur Patrekur sjöunda vígslustigið
þegar hann varð biskup, og var psalmista þeirra á meðal.
Þótt kantorinn væri ekki vígður maður, var hann ekki heldur venjulegur
leikmaður. Allir þeir sem hlotið hafa heilaga skím em vígðir til þjónustu
leikmannsins. Kantorinn er frábrugðinn. Hann hefúr liturgiskt embætti: munus
liturgicum. „Munus liturgicum” táknar að kantorinn á hlutdeild í
helgiþjónustunni við altarið. Að rómversk -kaþólskum skilningi stendur hann
því mitt á milli prestsþjónustunnar og leikmannsþjónustunnar.
Þróun embættis „forsöngvarans” í kaþólskum sið varð þó víðast sú, að einn úr
hópi klerkanna var kantor.
Marteinn Lúther gagnrýndi þetta embætti kirkjusöngsins eins og prestsembætti
kirkjunnar. Lúther leggur upp með nýjan skilning á eðli embættanna yfirleitt -
og einnig kantorsins. Hann er fyrst og ffemst þjónn fagnaðarerindisins eins og
presturinn, en embætti hans er frábmgðið prestsembættinu vegna þess að hann
predikar ekki, hann útleggur ekki orðið eins og predikarinn. Bæði embættin eiga
sinn stað í söfnuðinum miðjum, þar sem Guð ávarpar söfnuð sinn, sem síðan
svarar ávarpi Guðs. Mismunur þessara tveggja embætta felst því fyrst og fremst
í því að það er meginhlutverk prestsins að þjóna ávarpi Guðs í predikun orðsins
og þjónustu sakramentanna, en organistinn þjónar svari Guðs lýðs í lofgjörð
hans og tilbeiðslu. Þetta er um leið ástæða þess að presturinn hefúr forystu í
helgihaldi safnaðarins. Organistinn er ekki þjónn prestsins, heldur þjónn Guðs
heilaga Orðs, en hann lýtur forystu prestsins í helgihaldinu eins og söfhuðurinn
allur, sem organistinn er kallaður til að leiða í lofgjörð.
Með öðmm orðum: Orð Guðs er kunngjört heiminum. Fyrir Heilagan Anda
vekur það trú og lofgjörð. Sú aðferð að syngja lofgjörðina er samgróin eðli
kirkjunnar. Kantorinn - organistinn leiðir hina sungnu lofgjörð. Hann er því
umfram annað þjónn fagnaðarerindisins og ber að vinna sitt verk í samræmi við
það. Það er embætti hans í kirkjunni.
295