Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 153
1995
26. KIRKJUÞING
3, mál
varða kenninguna, helgisiði og helgihald, í hendur prestastefnu og gera tillögur um
skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma tU kirkjuþings, sbr. 51. grein. Nánari
ákvæði um starfssvið vígslubiskupa skal setja í starfsreglur, sbr. 63. grein.
4. Kirkjuþing
a. Almennt
18. gr.
Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkiunnar innan lögmæltra marka.
Málefiii, er varða kenningu kirkjunnar og agavald, heyra þó undir biskup Islands,
sbr. 10., 11., 17. og25.gr.
Samþykktir um guðsþjónustuhald, helgisiði, skím, fermingu og altarissakramenti
verða að sæta umijöllun prestastefhu áður en þær hljóta endanlega afgreiðslu á kirkjuþingi.
b. Skipan kirkjuþings
19. gr.
A kirkjuþingi eiga sæti 25 kjörnir fulltrúar. Eru tólf þeirra leikmenn úr hópi
sóknarnefndarfólks og 11 þeirra prestar úr hópi sóknarpresta. Þá kjósa kennarar
guðfræðideildar Háskóla íslands, er hafa guðfræðimenntun, einn kennara úr
sínum hópi og prestar í annarri prestsþjónustu en sóknarprestsþjónustu kjósa
einn úr sínum hópi.
Auk þess sitja á kirkjuþingi með málfrelsi og tillögurétt vígslubiskupar báðir og
einn fulltrúi kirkjumálaráðherra. Kirkjuráðsmenn sitja og á kirkjuþingi. Hafa
þeir málfrelsi og tillögurétt, en atkvæðisrétt hafa þeir ekki, nema þeir séu
jafnframt kjörnir kirkjuþingsmenn.
r
Biskup Islands er forseti kirkjuþings og hefur málfrelsi og tillögurétt, en
atkvæðisrétt hefur hann ekki. Eigi veldur það vanhæfl biskups íslands í
forsetastörfum, þótt hann hafi fjallað um mál í kirkjuráði.
Við kosningu leikmanna og sóknarpresta skal þess gætt, að í Hólastifti séu
kjörnir þrír leikmenn og þrír sóknarprestar, í Skálholtsstifti sé kjörinn einn
leikmaður og einn sóknarprestur úr hverjum landshluta utan Reykjavíkur- og
Kjalarnessprófastsdæma. I Reykjavíkur- og Kjalarnessprófastsdæmum séu
kjörnir 5 Ieikmenn og 4 prestar og sé einn leikmaður og einn prestur úr
Kjalarnessprófastsdæmi.
Kirkjuþing setur nánari ákvæði um kjör til kirkjuþings, starfshætti og verksvið í
starfsreglur, sbr. 63. gr. laga þessara.
148