Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 297
1995
26. KIRKJUÞING
23. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um að lögbinda starfsheiti organista
Flm. sr. Svavar A. Jónsson, Jóhann E. Bjömsson og Steingrímur Ingvarsson
Frsm. sr. Svavar A. Jónsson
Kirkjuþing 1995 samþykkir að starfsheiti organista verði lögbundið með þeim
hætti að í frumvarpi til laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar
komi undir ll.kafla eftirfarandi lagagrein :
í hverri kirkjusókn starfar organisti. Rétt til að kallast organisti, hefur hver sá
sem uppfyllir tilskildar kröfur um menntun samkvæmt áfangakerfi námskrár
Tónskóla Þjóðkirkjunnar, Um störf organista fer eftir ákvæðum í starfsreglum sbr.
63. gr.
Greinargerð
Eftirfarandi greinargerð er unnin af nefhd sem Biskup Islands skipaði 12.júlí sl.
til að skilgreina stöðu og starfssvið organista. í nefhdinni sátu sr. Kristján Valur
Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla, sem er formaður, Hjalti Zóphóníasson,
skrifstofustjóri Dóms- og Kirkjumálaráðuneytisins, Hörður Askelsson, organisti, sr.
Jón Þorsteinsson, sóknarprestur, Kjartan Sigurjónsson, organisti og formaður
Félags íslenskra organleikara (FÍO).
Organistar hafa verið að störfum í kirkjunni á íslandi í hálfa aðra öld. A undan
þeim störfuðu forsöngvarar og þar á undan „scola cantomm” einkum í
rómverskum sið. Vert er að minna á að djáknar fyrri tíðar gátu einnig verið
forsöngvarar.
Þrátt fyrir langa sögu forsöngvara, og síðar organista, í starfi kirkjunnar á
Islandi, hafa organistar aldrei verið nefndir í lögum nema þar sem svo er fyrir
mælt í lögum um sóknamefndir, að sóknamefndir ráði organista.
Tekið hefur verið á málefnum organistanna á allra síðustu ámm í sambandi við
starfskjör organista í Reykjavíkur- og Kjalamesprófastdæmum og hafa starfað
nefndir um þau mál.
Um heildarskipulag þessara mála var síðan einkum fjallað í tveimur nefndum:
A Leiðarþingi Kjalamesprófastdæmis 1992 var skipuð nefnd prófastdæmisins til
að vinna að skilgreiningu á stöðu og starfssviði organista. I nefndinni sátu: sr.
Bjami Þór Bjamason af hálfu presta, Helgi Bragason af hálfu organista og
Oddbergur Eiríksson af hálfu leikmanna. Þessi nefnd skilaði ýtarlegri álitsgerð
1993.
Sumarið 1994 skipaði biskup nefnd til að vinna að sama máli undir forystu sr.
Braga Friðrikssonar, prófasts Kjalamesprófastdæmis. Aðrir nefndarmenn vom
Kjartan Siguijónsson, Marteinn H.Friðriksson, Steingrímur Ingvarsson og Jóhann
Björnsson. Þessi nefnd skilaði áliti til Kirkjuþings 1994, sem byggir á
niðurstöðu nefndar Kjalamesprófastdæmis ffá 1993 ( Sjá 16. mál 1994).
292