Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 25
1995
26. KIRKJUÞING
1, mál
Samþykkt kirkjuþings um mótun umhverfisstefnu var vísað til
Þjóðmálanefiidar, sem tók tillögum vel og hyggur á framkvæmdir. Enda er hér um svo
þýðingarmikið mál að ræða, að kirkjan, sem boðar trú á skapara alls, má ekki láta sitt
eftir liggja við að vemda sköpun og vara við þeirri vá, sem aðgæsluleysi kann að valda.
Tillaga kirkjuþings um að gerð skuli aðal og deiliskipulag á öllum
kirkjujörðum var send viðkomandi aðilum, og hefur skipulagsstjóri ríkisins
sérstaklega fagnað þessari ábendingu kirkjuþings.
Samþykkt síðasta kirkjuþings á ítarlegum tillögum varðandi fjölskyldustefnu
kirkjunnar var send fræðsludeild og Fjölskylduþjónustu kirkjunnar til að samræma
aðgerðir og koma góðum hugmyndum í ffamkvæmd.
Skýrsla Fjölskylduþjónustu kirkjunnar liggur hér ffarnmi. En sérstaklega vil ég
geta mikils gagns, sem hefur sprottið af þjónustu stofnunarinnar við presta og kallast
„handleiðsla.” Hafa þeir, sem notið hafa sagt mér, hversu þýðingarmikið þetta hafi
reynst í starfi þeirra og einnig í sjálfskoðun og sjálfstyrkingu. Og þá töldu þeir, sem
báru þungar byrðar í tengslum við hjálp við Súðvíkinga, að þessi handleiðsla hafi búið
þá sérstaklega vel undir þau átök.
Kirkjuráð réð Gallup-stofnunina til þess að gjöra könnun á kirkjusókn um jól
og áramót. Hafa vafalaust margir efast um nákvæmni, þegar haft er eftir ýmsum
kirkjunnar mönnum jól eftir jól, að nú hafi verið sú albesta kirkjusókn, svo engin hafi
verið betri fyrr. Varð það því að ráði að fá fagmenn til þess að gefa svör við
spumingum fjölmiðla, sem hvorki biskup né einstaka prófastar hafa getað svarað svo,
að á staðreyndum sé byggt um kirkjusókn á hátíðum.
Ekki er unnt að leyna nokkrum vonbrigðum, þá sérstaklega með kirkjusókn á
gamlaárskvöld og svo á annan í jólum, en ég hef staðið í þeirri meiningu, að á báðum
þeim dögum hafi kirkjusókn farið mjög vaxandi.
Fylgja hér töflur, sem sérstök athygli er vakin á, en greinargerð Gallups í heild
sinni er fylgiskjal með skýrslu biskups og kirkjuráðs.
Samkvæmt könnuninni kom ffam, að 24.3% landsmanna sóttu kirkju yfir jól
eða áramót, en 75.7% sátu heima. Er héma miðað við íslendinga á aldrinum 15 til 75
ára. En þegar aldursskipting er skoðuð kemur í ljós, að elsti aldurshópurinn, milli 55
og 75 ára hefur sótt kirkju mest, eða 35.3%, síðan aldurshópurinn 35-44ra ára eða
26.9% og í þriðja sæti er hópurinn milli 15 og 24ra ára með 24.7% kirkjusókn. Minnst
hafa þeir, sem eru á milli 25 og 34ra ára, sótt kirkju, eða 16.5% þeirra, en þar fyrir
ofan er aldurs hópurinn 45 til 54ra ára með 20.6%.
Þegar greint er í milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar, kemur í ljós,
21.5% höfuðborgarbúa sóttu kirkju, en Iandsbyggðarfólk hefur vinninginn með
27.6%.
En þegar skipt er eftir stjómmálaflokkum em framsóknarmenn bestir, hvað
kirkjusókn varðar með 30.3%, en G-listafólk sótti síst, eða 15.6% þeirra.
Ekki kemur það neinum á óvart, að kirkjusókn er mest við aftansöng á
aðfangadagskvöld, en þá fara 16.5% Islendinga í kirkju, en aðeins 2% á
gamlaársdag og lítið skárra á nýársdag, 2.5%, á jóladag komu 4.5% landsbúa í kirkju,
en á annan í jólum aðeins 3.1%. Og þá er það eftirtektarvert, að tæplega 21%
20