Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 307
fyrir því að hamra texta á steininn, heldur var það eldlogi úr fingri Guðs, sem tók af
honum ómakið.
Sá lævísi grunur hefur sífellt gert vart við sig í huga mér af þessu tilviki, að meir hafi
verið krafist af Móse en þess eins að bera töflumar niður hlíðar og til fólksins. Hann
hafi þurft sjálfur að meitla texta á flöt steina og ekki haft til þess hin hentugustu
verkfæri. Guð er ekki vanur því að taka fram fyrir hendumar á okkur. Hann ljær okkur
tækifæri, hann blæs okkur því í brjóst, sem honum er að skapi, og hann leiðir okkur að
texta heilagra ritninga til frekari glöggvunar og skýringar. En hann léttir sjaldnast af
okkur ómakið. Við þurfiim sjálf að hafa fyrir hlutum.
Setjast á skólabekk og læra. Ganga að verki og smíða, og breytir engu þótt við lok
opinberist fagurt hús Guði helgað og kallist kirkja. Hvort heldur er menntun eða verk
unnið, lætur Guð okkur um að takast á við það. Hann er með okkur í því vissulega.
Það reyndu Israelsmenn á langri for sinni um óvinsæl hémð og eyðimerkur. Það
þekkjum við líka og höfum af dýrmæta reynslu. En hann gerir ekki allt fyrir okkur.
Lyftir ekki af okkur ábyrgð verks eða afleiðingu hugsunar. Hann blæs okkur í bijóst,
hann uppbyggir og hann frelsar, með því að hafa gefið okkur þann ármann, sem aldrei
lætur neitt svipta sig von né okkur að heldur, þar sem er Jesús Kristur.
Verkin em þörf, verkin em nauðsynleg, þar sem þau sýna og sanna áhrif nærvem Guðs
og köllunar hans, en það er engu að síður náð Guðs í Jesú Kristi, sem ein er þess
umborin að veita okkur þor sem gerir áframhaldandi siglingu mögulega, þótt flúðir hafi
fyrr ógnað og skert fley og skaðað. Allt breytist, en ekki Guð og er í því fólgin von
okkar og vissa vegna ótryggrar farar. Og námum við hið sanna stef, sem ekki er okkur
minna kært en öðmm, þegar ég las í gær úr fomri bók Habakkuks spámanns, sem ekki
er margt vitað um, þessi orð, sem Páll hendir á lofti og gefur aukið vægi og bergmálar
síðan í öllum ritum siðbótamannsins Lúters, en Habakukk skrifar: “... hinn réttláti mun
lifa fyrir trú (sína), Hab. 2,4.
Af trú emm við kölluð og fyrir trú frelsuð. En vegna þessa er enn meir af okkur krafist
og því engin trygging að meir sé fyrir okkur gert þess vegna. Móse, þykist ég vita og
fyrirgefið vantrú mína, þurfti sjálfur að hamra texta boðorðanna tíu, enda þótt fengin
hafi verið úr hugsun Guðs. Við þurfum sjálf að standa þann veg að verki á kirkjuþingi,
að vilji Guðs nái fram að ganga enn frekar fyrir viðleitni okkar og fusleika til þjónustu.
Þetta tryggir þó alls ekki samstöðu í hveiju máli eða sama skilning, þótt lesinn sé texti.
Við höfum mismunandi afstöðu, sem margt mótar annað en sameiginleg köllun. Við
komum úr mismunandi umhverfi ólíkra viðfangsefiia. Á þetta ekki aðeins við um
fyrirsögn, þegar starf kirkjuþingsmanna er tíundað utan þessara sala, þetta á líka við
um þá, sem bera sama starfsheiti svipaðra verka. Við erum ólík, við skiljum ekki allt að
sama hætti, við teljum ekki öll, að ein leið sé öllum öðrum betri og eðlilegri að
sameiginlegu markmiði. Meðal annars þess vegna eru átök á kirkjuþingi og falla á
stundum þung orð og nokkuð hörð. Og er um allt eðlilegt.
En ef við höfum þrátt fyrir þetta það ævinlega í huga, að köllunin er hin sama, trúin er
hin sama, af því Guð er óbreytanlegur og frelsari manna hinn sami í gær og í dag, þá
eigum við að bera til þess gæfú, að umræðum loknum og málalokum fengnum að
sameinast í því að vinna áfram að þessum málum og búa yfir þeirri einlægni, að ekki
302