Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 9
Séra Jón Eyjólfur Einarsson var fæddur 15. júlí 1933 og andaðist 14. september s.l.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1959 og lauk kandidatsprófi í
guðfræði frá Háskóla íslands 1966. Vígðist það sama ár sóknarprestur til Saurbæjarprestakalls
á Hvalfjarðarströnd. og þjónaði Hallgrímskirkju auk tveggja annexía alla tíð síðan.Hann varð
ungur prófastur, aðeins 44 ára gamall og var réttur maður á réttum stað í því stjómunar- og
eftirlitsstarfi. Hann var kjörinn á kirkjuþing 1976 og í kirkjuráð 1986. Hann sat í fyrri stjóm
Prestafélags íslands og frá 1989 hefur hann verið ötull formaður í Prófastafélagi Islands.
Kirkjumálin vom honum hugstæðust, en hann sá einnig menningarmál á víðara sviði
skyld og tengd kirkjunnar málum og var líka ötull forystumaður í skólamálum héraðs og öðm
því er stuðlaði að betra mannlífi. Þá sat hann í hreppsnefnd og var oddviti
Hvalfjarðarstrandarhrepps frá 1978.
Eiginkona séra Jóns er Hugrún Guðjónsdóttir og eiga þau fjögur böm og tvö
bamaböm.
Séra Þórhallur Höskuldsson var fæddur 16. nóvember 1942 og andaðist 7. október s.l.
aðeins 52ja ára gamall. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1962, lagði síðan
stund á uppeldis og kennslufræði við Háskóla Islands og tók kandídatspróf í guðfræði 1968.
Séra Þórhallur var mikill Norðlendingur og hvarf á heimaslóðir, þegar hann vígðist til
Möðmvallaklaustursprestakalls 1968 og flutti sig síðan þaðan til Akureyrar, er hann varð
sóknarprestur Akureyrarprestakalls 1982.
Séra Þórhallur sinnti ætíð skólamálum og naut þess að fræða ungmenni. Hann var
mikill félagsmálamaður og sífellt kvaddur til að sinna víðari og stærri verkahring, bæði utan
kirkju sem innan. Og svo var hann fus til starfa, að vart hygg ég hann hafi nokkmm manni
neitað um liðsinni eða hörfað frá verki, sem hann vissi að þyrfti að sinna. Séra Þórhallur var
kjörinn á kirkjuþing árið 1986 og var formaður Þjóðmálanefndar kirkjunnar frá upphafi 1989,
sat um tíma í stjórn Prestafélags Islands og var nú formaður kirkjueignanefndar, þar sem þeir
störfúðu báðir séra Jón Einarsson og hann. Og ætlaði séra Þórhallur að taka sér nokkra daga
frí frá öðmm aðkallandi störfúm í síðustu viku til þess að vinna að nefhdaráliti
kirkjueignanefndar í þeirri von, að unnt mundi að skila endanlegum tillögum fyrir þetta
kirkjuþing. Og hið síðasta, sem ég fól honum af mörgum málum. sem ég treysti honum fyrir
umfram aðra, var að vinna í nefnd, sem félagsmálaráðherra skipaði og á að huga að
fjárhagsstöðu heimilanna og greiðslugetu þeirra. Afsakaði ég mig, þegar ég bað hann um að
taka sæti í þessari nefnd, en það taldi hann óþarft, svo væri þetta mál honum hugleikið. Og
síðasta daginn, sem hann lifði, hitti ég hann á biskupsstofu, og sagði hann mér, hve gott væri
að mega sinna þessum málum og lofaði mér skýrslu fyrir kirkjuþing, sem honum auðnaðist líka
að ganga frá og hygg ég það síðasta, sem hann sinnti.
Séra Þórhallur var varamaður í kirkjuráði og tók sæti séra Jóns Einarssonar við fráfall
hans.
Eiginkona séra Þórhalls er Þóra Steinunn Gísladóttir og eiga þau fjögur böm.
Séra Jón Olafsson í Holti sat fyrsta kirkjuþingið árið 1958 og síðan þingin árin 1960 og
1962. Hann var fæddur 22. maí 1902 og andaðist 29. maí í vor. Séra Jón varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og guðffæðingur frá Háskóla íslands 1928 og vígður til
Holtsprestakalls í Önundarfirði árið 1929 og þjónaði því til ársins 1963, að hann lét af
4