Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 219
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Hinn 8. ágúst sl. skipaði kirkjumálaráðherra nefnd til að endurskoða gildandi lög
um veitingu prestakalla. í skipunarbréfi ráðherra er tekið fram, að í ljós haft komið að sum
ákvæði laganna séu vandskýrð þegar beita á þeim í framkvæmd og að ágreiningur hafi risið
um túlkun þeirra.
í nefndina voru skipuð:
Markús Öm Antonsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík, formaður.
Baldur Kristjánsson, biskupsritari, Reykjavík,
Geir Waage, sóknarprestur, Reykholti,
Guðríður Eiríksdóttir, sóknamefndarformaður , Akureyri,
Karl Sigurbjömsson, sóknarprestur, Reykjavík,
Sváfnir Sveinbjarnarson, prófasmr, Breiðabólstað.
Ritari nefndarinnar var Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dóms- og
kirkjumálaráðuney tinu.
Helstu breytingar skv. frumvarpinu.
Með lögum um veitingu prestakalla nr. 44/1987 var horfið frá því fyrirkomulagi,
sem tíðkast hafði frá árinu 1886 að sóknarprestar væm kosnir af sóknarbömum í
almennum kosningum. Til ársins 1987 vom í gildi lög nr. 32/1915 um veitingu
prestakalla. Samkvæmt þeim lögum gilti sú regla að þegar prestakall varð laust skyldi
biskup auglýsa það laust til umsóknar og síðan var stofnað til almennra prestskosninga í
prestakallinu.
Samkvæmt núgildandi lögum frá 1987 er val á sóknarpresti í höndum kjörmanna,
sem em sóknamefndarmenn og varamenn þeirra, en tilskilinn fjöldi sóknarbama getur
krafist þess, að almennar prestskosningar fari fram eftir val kjörmanna. Með þessum
lögum vom lögfestar reglur, sem fólu í sér miklar breytingar frá eldri lögum. Helsta
breytingin var að hverfa frá allsherjarreglu um almennar prestskosningar en Qölga þess í
stað valkostum við veitingu prestakalla. Em valkostirnir eftirfarandi:
A) VAL
Að staða sé auglýst laus til umsóknar og síðan velji kjörmenn prest úr hópi
umsækjenda með leynilegu kjöri.
B) KÖLLUN
Að tiltekinn prestur sé kallaður án auglýsingar enda séu 3/4 kjörmanna einhuga um
það.
C) ALMENN KOSNING
Að staða sé auglýst, og síðan fari fram almennar kosningar, enda hafí 25%
atkvæðisbærra sóknarbama farið fram á slíka kosningu.
Af lögunum er ekki unnt að greina hvora regluna um köllun eða val eigi frekar að
viðhafa. í þessu sambandi var því nauðsynlegt að kanna nánar hver vilji löggjafans var.
Helsm lögskýringargögn hvað þetta varðar em fyrst og fremst greinargerð með
lagafmmvarpinu, framsöguræða með því svo og umræður á Alþingi við meðferð málsins.
I athugasemdum við lagafmmvarpið sagði að gert væri ráð fyrir því sem aðalreglu
að kjörmenn velji presta með leyfilegu vali. Sami skilningur kom fram hjá t.d. Jóni
Helgasyni, þáv. dóms- og kirkjumálaráðherra, í 1. umræðu á Alþingi, en þar segir hann
orðrétt: "... Meginreglan verði að prestar verði kosnir af svokölluðum kjörmönnum."
214