Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 64
Fvlgd til langs tíma.
Ljóst er, að eftir hópslvs má búast við margvíslegum langtímaviðbrögðum bæði í hópi
syrgjenda, hjálpar- og björgunaraðila, og þeirra sent komast lífs af í hópslvsi. Þótt prestar
hafi vissulega unnið gott starf á þessum vettvangi fram til þessa, þá hefur þjónusta þeirra
vfirleitt ekki verið miðuð við heildarskipulag. Það hlýtur að vera stvrkur kirkjunnar að geta
komið fram sem ein heild, með úrræði til reiðu á landsvísu. Kirkjuna vantar langtímaskipulag
og að því ber að vinna. Þá er mikilvægt að nefna, að kirkjan býr yfir mörgum úrræðum sem
ekki er víst að allir björgunar- og hjálparaðilar í landinu viti af og þarf hún því líka að kvnna
úrræði sín.
Sá hópur, sem oft vill glevmast að þurfi stuðning eftir fvrstu þjónustu kirkjunnar er hópslys
verða. eru prestarnir sjálfir. Það er ekki gott, að neinn aðili sé einn í slíkum aðstæðum. Við
vitum líka, að það álag, sem hvílir á prestunum, hvílir líka á heimilum þeirra. Þegar hugsað er
fyrir stuðningi og handleiðslu fyrir presta, þá mega fjölskyldur þeirra ekki gleymast.
Hjálparstofnun kirkjunnar.
Hér á landi hefur Hjálparstofnun kirkjunnar tekið að sér innanlandsverkefni í stærri stíl en
sambærilegar stofnanir í nágrannalöndunum. Hjálparstofnunin hefur þannig komið með beinum
hætti inn í vinnu kirkjunnar í hópslvsaaðstæðum. Spyrja má, hvort ekki ætti einmitt að auka
þann þátt innanlandshjálpar Hjálparstofnunarinnar er tengist hópslysaaðstoð, en minnka þann
þátt. sem beinist að skammtímaaðstoð einstaklinga og tækju þá líknarsjóðir safnaðanna þar
stærri ábvrgð en nú er. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur sannað gildi sitt á umliðnum árum m.a.
í þeirri aðstoð, sem veitt var í Vestmannaeyjum 1973, í Neskaupstað 1975 og s.l. vetur í
Súðavík. Enginn annar aðili innan kirkjunnar er nægilega stór til að geta sinnt þessu verkefni
á landsvísu.
Samstarfsverkefni.
Eins og fram kom á Kirkjuþingi 1994 þegar tillaga um aðild kirkjunnar að hjálparstarfi
vegna hópslysa var samþykkt, þá hafa einstakir söfnuðir og jafnvel prófastsdæmi nú þegar
leitað eftir samstarfi við heilbrigðisstofnanir og skóla. Nægir þar að nefna frumkvæði
Kjararnessprófastsdæmis gagnvart heilbrigðisstofnunum og leikskólum, þar sem
prófastsdæmið skipulagði og kostaði fræðslu fvrir starfsfólk þessara stofnana innan síns
prófastsdæmis og ennfremur er lofsvert það frumkvæði Héraðsfundar
Reykjavíkurprófastsdæmis-Eystra, að taka sem aðalmál á dagskrá efnið:Kirkjan og
almannavarnir.
Víða er mjög gott samstarf við lögreglu og björgunaraðila, en hér vantar formlegt skipulag,
sem kirkjan í heild getur unnið að og þar með stuðlað að ellingu samstarfsins.
Þá má nefna. að á árinu 1993 bauð hópur fagfólks, sem kallar sig FASTOS (Félag um áfalla-
og stórslysasálfræði) kirkjunni samstarf. Samstarf mitt við hópinn hófst 1994 og vann
hópurinn m.a. í tengslum við slysið í Súðavík s.l. vetur. Fyrst með Rauða krossinum í
símaþjónustunni á fyrstu sólarhringunum eftir slysið (á þeim vettvangi var ég í sambandi við
17 presta sem sinntu ýmsum þáttum stuðnings við þá. sem um sárt áttu að binda og það voru
alls ekki allir þeir prestar. sem komu að þeim málum, bæði í áfallahjálp og sálgæslu) og síðan
með kennurum. skólabörnum og foreldrum barnanna í Súðavík.
Samstarf við fjölmiðla þarf líka að vera fvrir hendi. Ekki verður dregið í efa, að fjölmiðlar
hafi upplýsingaskyldu gagnvart almenningi. Kirkjan er hins vegar upptekin af því, að þeir
59