Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 182
1995
26. KIRKJUÞING
3, mál
hefur sett, samþykktum kirkjuþings og markaðri stefnu þess og prestastefhu og heliir
ákvörðunarvald um einstök mál, nema þau heyri undir önnur stjómvöld þjóðkirkjunnar
samkvæmt lögum þessum.
Um kirkjuaga
Um málsmeðferð
11 gr.
Biskup Islands hefur yfirumsjón með kirkjuaga innan þjóðkirkjunnar og beitir sér
fyrir lausn ágreiningsefna, sem rísa kunna á kirkjulegum vettvangi. Vegna agabrota getur
hann gripið til þeirra úrræða, sem lög og kirkjuhefð leyfa.
Kirkjuþing setur starfsreglur um málsmeðferð, sbr. 62. grein.
Afrýjunamefnd
12. gr.
Niðurstöðu máls, sbr. 11. gr., má skjóta til áfrýjunamefhdar, sem dóms- og
kirkjumálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Hafa málsaðilar og biskup íslands heimild
til áfrýjunar. Arýjunarfrestur er þijár vikur.
Afrýjunamefhd er skipuð þrem löglærðum mönnum, sem fullnægi almennum
skilyrðum til þess að vera skipaðir hæstaréttardómarar, og sé einn þeirra formaður. Skulu
þeir allir skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar. Varamenn skulu skipaðir með sama
hætti. Við meðferð einstakra mála skal nefndin skipuð tveim sérffóðum mönnum til
viðbótar, sem nefhdin kveður sjálf til starfans.
Úrskurðir áfrýjunamefhdar, sem skulu vera rökstuddir og að jafnaði kveðnir upp
innan sex vikna frá því að mál barst nefndinni, eru endanlegir og bindandi innan valdsviðs
þjóðkirkjunnar.
Varði mál agabrot eða embættisfærslu prests sérstaldega, getur biskup Islands vikið
hlutaðeigandi úr starfi meðan um mál hans er fjallað, og skal þá annar settur eða ráðinn til
að gegna prestsstarfinu á meðan.
Kirkjuþing setur nánari ákvæði um málsmeðferð fyrir áffýjunamefhd í starfsreglur
skv. 62. gr. laga þessara.
Nú er biskup Islands vanhæfúr skv. 11. og 12. gr. laga þessara, sbr. ákvæði II. kafla
stjómsýslulaga nr. 37/1993, og kemur þá vígslubiskup viðkomandi umdæmis, í hans stað.
Um hæfi nefndarmanna gilda ákvæði II. kafla stjómsýslulaga nr. 37/1993 svo og
almenn ákvæði stjómsýslulaga um málsmeðferð að því marki sem starfsreglur, er settar
verða skv. 62. gr. þessara laga, mæla eigi fyrir á annan veg.
Um staðgengil biskups íslands
13. gr.
I forföllum biskups Islands kveður hann þann vígslubiskup, er hann kýs, til þess að
gegna embætti sínu um stundar sakir. Hið sama gildir sé biskup íslands vanhæfúr til
meðferðar einstaks máls, sem undir hann ber að lögum, sbr. þó 12. gr. laga þessara.
Nú fellur biskup íslands frá eða lætur af embætti og skal þá sá vígslubiskup, sem
eldri er að biskupsvígslu, gegna embætti hans þar til biskupskjör hefúr farið ffam og nýr
biskup Islands hefúr fengið skipun í embætti sitt.
177