Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 306
Kirkjuþingsslit 1995
Forseti. Virðulega kirkjuþing, starfsfólk og gestir.
Allt ffam streymir. Elfur tímans nemur ekki staðar. Við getum ekki rétt út hönd okkar
til að ná taki á bakkanum, þar sem við siglum áfram í fleyi okkar. Ekki ffekar en unnt
muni að breyta svo stefnu, að við höldum á ný til þeirrar áttar, sem komið er úr. Og þó
erum við sífelldlega minnt á það, að hæg sigling kann að víkja fyrir boðaköstum og
hönd sleikjandi sólargeisla í vatnsborðinu, kann að fá yfir sig slíkt löður að nemur að
öxl. Og þykir okkur títt það verst, við slík tilfelli, að enginn veit, hvenær ríða yfir né
hve langur aðdragandi kann að vera, ef nokkur greinist þá. Með sviftivinda síðustu
vikna í huga, og finn ég enn fyrir áhrifum og mun svo lengi enn, valdi ég fyrir okkar
fyrsta hefðbundna fund að lokinni þingsetningu sálminn, sem þannig hefst:
Drottinn, ó, Drottinn vor,
dagamir líða,
allt er að breytast.
Og breytist líka á kirkjuþingi, þótt ekki ætli ég mér enn að rekja tregasögu vegna kærra
vina og harmatíðindi vegna brottköllunar þeirra, sem meir hafa starfað á þessum
vettvangi en flestir aðrir. Og breytingar eiga sér stað, þótt þeir víki andartak úr huga.
Eða komum við ekki til þessa þings og vorum réttilega minnt á það í áhrifamikilli
prédikan við þingsetningu að horfið var til annars þings þess kjörtímabils, sem hófst í
fyrra? En nú þegar við hverfum heim að loknum störfum hér, erum við að kveðjast og
væntum ekki funda af þessu tilefni fyrr en komið er aftur saman til að takast á við mál á
næst síðasta kirkjuþingi kjörtímabilsins að hausti.
Svo líður allt, þannig er elfur tímans lúmsk að svæfa við ljúfa hreyfingu hins
hefðbundna, ef þess er ekki gætt, að ekkert stendur í stað, jafnvel þótt engar þær flúðir
grípi auga, sem bátur getur steitt á, svo varasamt sé.
En auðvitað fór ég ekki með allar hendingar sálmsins velkunna og við sungum í
upphafi. Síðasta ljóðlínan er lengri en ég flutti:
Drottinn, ó, Drottinn vor,
dagamir líða,
allt er að breytast,
en aldrei þú.
Og þótti mér gott samræmi milli þess stefs, sem skáldið slær og þeirra lestra, er ég
flutti við upphaf funda. Fyrst úr fimmtu bók Biblíunnar kenndri við Móse og síðan úr
minna þekktum spámannaritum. Þar er lýst hægfara upplýsingu lýðs, og eru fyrirheiti
Guðs aldrei gleymd. Frekar þau séu eins og hvati til þess að styrkja spor ferðalanga og
sjáist í þeim rofa fyrir betri tíma, bjartari tima og fegurra lífs. Langt er síðan Móse hélt
upp á fjallið og kom til baka með töflur tvær með boðorðunum tíu. Þykir mér
skáldaleyfi mikið í ffásögn, þegar á það er lögð áhersla, að Móse þurfti ekkert að hafa
301