Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 63
Greinargerð.
Á þessu ári hefur umræða um hópslvs og viðbrögð við þeim verið mikil. Prestar
þjóðkirkjunnar hafa tekið þátt í þessari umræðu, enda er kirkjan aldrei langt undan í þeim
málefnum er varða þá, sem um sárt eiga að binda í samfélaginu.
Annað hefur okkur orðið Ijóst í þessari umræðu: það er nauðsvnlegt fyrir kirkjuna að móta
sér skipulag til að vinna eftir í hópslysaaðstæðum. Þar komum við um leið að þætti, sem
skiptir verulegu máli: slíkt skipulag hlýtur að mótast af þeim þörfum. sem fvrir hendi eru
hverju sinni og laga sig að því sem aðrir hjálpar- og björgunaraðilar eru að sinna samkvæmt
sínu skipulagi. Fyrsta hlutverk kirkjunnar hlýtur því að vera, að átta sig á því upp á hvað hún
hefur að bjóða í hópslysaaðstæðum. Að hvaða leyti er þjónusta kirkjunnar önnur og öðru vísi
en annarra? Hvar skarast verkefnin og hver ákveður þá hvernig verkefnum er skipt á milli
hjálpar- og björgunaraðila?
Hópslys eru þess eðlis, að umfangið er meira en vakthafandi heilbrigðis-. öryggis- og
þjónustuaðilar ráða við. Þess vegna verða hin ýmsu "kerfi", sem hjálpað geti hinum
vakthafandi aðilum, að búa yfir bæði skipulagi og sveigjanleika, til að geta komið að gagni.
Norska kirkjan.
Ýmislegt má læra af nágrannaþjóðum okkar. Þann 26. og 27. september s.l. var haldin
ráðstefna norsku þjóðkirkjunnar um þetta efni. Yfirskrift ráðstefnunnar var:"Kirkens plass í
LRS-funksjonen" (LRS stendur fvrir Lokal Rednings Sentral). Ráðstefnuna sóttu yfir 120
manns, norskir prestar og lögreglumenn voru þar í miklum meirihluta, ennfremur voru þar
nokkrir læknar, hópur sænskra presta og við sr. Ingólfur Guðmundsson, fulltrúar íslensku
þjóðkirkjunnar. Á ráðstefnunni kom í Ijós, að skipulag Norðmanna í tengslum við hópslys er
nokkuð öðru vísi en hjá okkur. En til þess er litið víða sem fyrirmyndar vegna góðra og
skilvirkra vinnubragða. Dómsmálaráðuneytið felur lögreglunni að sjá um heildarskipulag og
lögreglan kallar til sín samstarfsaðila. Yfir öllu landi og landhelgi eru tvær HRS (Hoved
Rednings Sentral) stöðvar, önnur yfir Norður-Noregi, hin yfir Suður-Noregi. Undir þeim eru
LRS stöðvar. Norski herinn er síðan með eigið skipulag.
I Ijós kom, að kirkjan hefur víðtækt hlutverk bæði þegar eftir hópslys og eins sér hún um
fylgd við syrgjendur í langan tíma, m.a. í samstarfi við heilsugæslu og skóla. Norska kirkjan
gerir ráð fyrir að prestar starfi bæði við HRS stöðvar og LRS stöðvar. Þeir prestar eru
sóknarprestar, einn við hverja stöð og 2 til vara, sem ekki eru endilega sóknarprestar. Þeir
gegna ráðgefandi hlutverki og vinna jafnframt að því að tengja saman aðila í samfélaginu sem
veita stuðning, eða hafa þörf fvrir stuðning eftir hópslys. LRS prestar eru nokkurs konar
verkstjórar innan kirkjunnar og mega kalla til aðstoðar þá presta sem þeir telja að geti helst
aðstoðað þá. Prófastar og sjúkrahúsprestar geta ekki verið LRS prestar þar sem prófastur er
ábyrgur gágnvart heildaryfirsýn í heimabvggð, auk þess sem honum ber að trvggja LRS presti
úrræði eftir þörfum. Sjúkrahúsprestar eru fvrst og fremst ábyrgir gagnvart sínum stofnunum og
\ iðhragðakerfum þeirra, auk þess sem þeir eru til reiðu í sambandi við ráðgjöf við LRS
prestana sem sérfræðingar og taka auk þess að sér sérstaklega þung sálgæsluverkefni.
Athvgli vekur hversu mikið samstarf kirkjan í Noregi á við lögregluna í tengslum við
hópslys. Skipulag kirkjunnar fylgir lögregluumdæmum en ekki prófastsdæmum. Hér á landi
hefur færst í vöxt, að lögreglan leiti til presta, þegar tilkynna þarf andlát, en það er ekki
vinnuregla. Kirkjan gæti stuðlað að því, í samvinnu við lögregluna, að svo yrði. í
hópslysaaðstæðum þarf síðan að eiga samstarf við enn fleiri aðila. Vert er að leiða hugann að
þeim mun. sem legið getur í boðleiðum annars vegar vegna slvsa á landi og hins vegar vegna
slysa á sjó.
58