Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 10
BjöRN ÆGiR NoRðfjöRð
10
blöndu skáldskapar og heimilda lýsir kvikmyndin ferðalagi Raquelu Rios
frá Filippseyjum til Danmerkur og Íslands og loks Parísar og færir Ísland á
leiðinni í hnattrænt menningar- og stjórnmálalegt samhengi. Þessar tvær
annars ólíku myndir eiga það sameiginlegt að vera fullkomlega á skjön við
þær „þjóðlegu“ áherslur sem einkenndu kvikmyndavorið íslenska í upphafi
níunda áratugarins. Myndir á borð við Land og syni (1980, Ágúst Guð-
mundsson) og Með allt á hreinu (1982, Ágúst Guðmundsson) voru ein-
staklega íslenskar; gerðar af Íslendingum fyrir Íslendinga og lokuðu sig
sakleysislega af frá umheiminum. Ef kvikmyndir vorsins voru dæmigert
þjóðarbíó (e. national cinema) nær það annars vandmeðfarna hugtak ekki
yfir myndir Baltasars og Ólafs. Nú er allur heimurinn undir — íslensk
kvikmyndagerð er orðin órjúfanlegur hluti heimsbíósins (e. world cinema)
sem líkt og hugtakið gefur til kynna spannar hnöttinn allan án þess að
virða hefðbundin landamæri.2
Þjóðarbíó
Hugtakið heimsbíó sem hér verður tekið til umfjöllunar er fjarri því að
vera jafn gegnsætt og það virðist við fyrstu kynni. Það á sér sögulegar
rætur í hugtakinu heimsbókmenntum (e. world literature), líkt og vikið
verður að síðar, en hefur þróast á eigin vegum, bæði í fræðilegri glímu við
sérstöðu kvikmyndarinnar sem alþjóðlegs fyrirbæris, en líka sem útspil
markaðsspekúlanta á svipaðan hátt og heimstónlist (e. world music). Þó að
rétt sé að varast að greina með öllu þar á milli, eða að afneita hlut mark-
aðssetningar kvikmyndaiðnaðarins í mótun hugtaksins, þá mun ég hér
fyrst og fremst skoða útleggingu þess í fræði- og kennsluefni. Það er eitt
og sér nægilega flókið verk, enda hefur hugtakið verið notað með marg-
víslegum og jafnvel misvísandi hætti. oft er gripið til þess í tengslum við
lykilhugtök á borð við hnattvæðingu, þverþjóðleika (e. transnationality),
póstmódernisma, þriðja heiminn, tvíheima (e. diaspora), eftirlendustefnu
og óríentalisma. Ef sum þessara hugtaka, ekki síst póstmódernismi og
hnattvæðing, búa nú orðið yfir svo almennri skírskotun að útskýringargildi
2 Íslensk kvikmyndagerð er þó ekki umfjöllunarefni mitt hér nema óbeint sem
dæmigerður hluti af heimsbíóinu nú á tímum — þótt ég muni oft sækja dæmi til
hennar. Umskipti þau sem tiltekin eru hér í íslenskri kvikmyndagerð hef ég gert
sérstaklega að umræðuefni í greininni „‚Excuse me. Do you speak English?‘:
Höfundarverk Friðriks Þórs Friðrikssonar og alþjóða-slagsíðan í íslenskri kvik-
myndasögu“, Kúreki norðursins: Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson, ritstj.
Guðni Elísson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005, bls. 132–159.