Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 22
BjöRN ÆGiR NoRðfjöRð
22
Þessi útlegging Said á heimsbókmenntum sem textafræði kemur um margt
heim og saman við hugmyndir mínar um heimsbíó. Í stað þess að líta svo á
að heimskvikmyndir vísi einungis til ákveðins textasafns, sem er sameig-
inlegt öllum flokkunum þremur sem ég útlistaði hér á undan (flokkarnir
eru í raun misjafnlega stór textasöfn), þá held ég að hjálplegt væri að skoða
hugtakið ekki síður sem ákveðna textafræðilega nálgun eða greiningarleið.
David Damrosch hefur farið svipaða leið í skilgreiningu á heimsbók-
menntum í What is World Literature?, einföldum titli sem ég hef fengið að
láni fyrir þessa grein; en hugtakið vísar í báðum tilvikum til ákveðinna
verka og ákveðins lesháttar (e. mode of reading).23 Kannski mætti sjá hug-
eða sem hluta af yfirþjóðlegri sögu þeirrar listgreinar sem verkið tilheyrir (stóra
samhenginu). [...] Landfræðileg fjarlægð færir áhorfandann frá staðbundna sam-
henginu og gerir honum kleift að sjá hið stóra samhengi Weltliteratur, sem það eina
sem veitir færi á að draga fram fagurfræðilegt gildi skáldsögu.“ Tjöldin: Ritgerð í sjö
hlutum, þýð. Friðrik Rafnsson, Reykjavík: JPV útgáfa, 2006, bls. 40 og 41–42.
23 David Damrosch, What is World Literature?, bls. 281. Fremur en ákveðið afmarkað
hefðarveldi skilgreinir Damrosch heimsbókmenntir sem „bókmenntaverk sem
dreifast út fyrir þau menningarsamfélög sem þau er sprottin úr“, bls. 4. Hér má
finna aðra hliðstæðu við heimskvikmyndir, því að jafnvel þótt þær séu sjaldan skil-
greindar svo skilmerkilega, býr það kvikmyndasafn einkum yfir myndum sem hafa
ferðast frá sínu upphafslandi, ellegar gætum við jú ekki fjallað um þær í riti sem
þessu tileinkuðu heimskvikmyndum. Hvað varðar bókmenntir hljóta þýðingar að
gegna lykilhlutverki í heimsbókmenntum svo skilgreindum. Þennan samslátt
hefur Ástráður Eysteinsson dregið fram í bók sinni Tvímæli: „Fyrst og síðast hljóta
þó heimsbókmenntir að vera bókmenntir sem eru þýddar [...] eða að minnsta kosti
bókmenntir sem metnar eru á forsendum þýðinga. Þær eru bókmenntir sem eiga
erindi út fyrir landamæri sín.“ Tvímæli: Þýðingar og bókmenntir, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 1996, bls. 221. Ekki er hér rými til að fara í samanburð á ólíkum
eiginleikum bókmennta og kvikmynda, en ekki verður hjá því komist að nefna að
kvikmyndir þarf ekki að þýða með sama hætti og bókmenntir. Jafnvel þegar stuðst
er við textun eða talsetningu er „myndin“ allajafna óbreytt þegar hún ferðast um
heiminn. Sjá þó umfjöllun um hvernig bæði textun og talsetning aðlaga oft mynd-
ir að nýju sýningarsamhengi í bók Abé Mark Nornes, Cinema Babel: Translating
Global Cinema, Minneapolis: University of Minnesota Press, 2007, og grein Nataša
Ďurovičová „Vector, Flow, Zone: Towards a History of Cinematic Translatio“, World
Cinemas, Transnational Perspectives, ritstj. Nataša Ďurovičová og Kathleen Newman,
New York: Routledge, 2010, bls. 90–120. Annar lykilmunur á bókmenntum og
kvikmyndum sem vert er að nefna í þessu sambandi lýtur að framleiðsluferli
þeirra, en jafnvel heimsbókmenntir eru líkt og Damrosch segir „sprottnar úr“
ákveðnu menningarsamfélagi (einkum þjóðarsamhengi), á meðan, líkt og rætt var
hér að framan, kvikmyndir eru oftar en ekki þverþjóðleg samvinnuverkefni gerð
með sýningar víða um heim að leiðarljósi. Hér kann þó að einhverju leyti að vera
að draga saman með miðlunum en það virðist hafa færst í vöxt að bókmenntir séu
sérstaklega skrifaðar með þýðingar fyrir erlenda markaði að leiðarljósi.