Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 56
56
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
jafnvægi sem ríkir á milli kennara og nemanda, með tilheyrandi undirtón-
um ótta á báða bóga.
Að öðru leyti fylgir myndin að mestu formúlu unglingaslægjumynda,
sem ganga út á að einn morðingi slátrar hópi af unglingum á einangruðum
stað. Munurinn er sá að hér eru ungmennin fleiri og að morðinginn er
ekki einn heldur margir og þannig er snúið upp á klisjuna um hinn þögla,
ósýnilega og ofursterka morðingja með því að gera alla að mögulegum
morðingjum og hafna hugmyndinni um utanaðkomandi ógn. Með þessu
skapast andrúmsloft vantrausts sem eðlilega veldur ýktum viðbrögðum og
ótta. Vissulega er margt sem fylgir formúlu hrollvekjunnar vandlega: allir
þeir sem reyna að berjast gegn kerfinu, með svindli eða samstöðu, farast að
sjálfsögðu. Annar þeirra sem virðist hvað hættulegastur reynist drengur
góður og aðalskvísan sem krullar á sér augnhárin á morgnana, mitt í öllum
látunum, reynist auðvitað morðóð, á sama hátt og mestu nördarnir nota
nú tækifærið til hefnda. Yfir öllu þessu hvílir andi stríðsmynda með greini-
legum snerti af heimsendastemningu, en eins og fyrr segir er leikurinn
afsprengi samfélags sem er komið í þrot.
Konunglegi bardaginn er gott dæmi um hvernig asískar myndir geta
virkað eins og þær láti sem Hollywood sé ekki til.39 Ómögulegt er að
ímynda sér að mynd af þessu tagi gæti verið gerð í Bandaríkjunum, til þess
er hún einfaldlega of grimm og ögrandi. Þó má vissulega sjá sameiginleg
stef með henni og framtíðarmyndum á borð við Árgang 1999 (1990, Mark
L. Lester, Class of 1999), þar sem einmitt er fjallað um átök milli nemenda
og vélmennskra kennara í skólum löglausrar framtíðar. Þær myndir kom-
ast þó ekki nærri því miskunnarleysi sem finna má í japönsku myndinni. Í
raun má segja að tilvísanir til kunnuglegra stefja úr bandarískum myndum
geri myndina enn meira framandi, því að samhengi þessara tenginga er svo
öfgakennt. Þannig skapast andrúmsloft ýmiskonar andstæðna á mörkum
hins kunnuglega og nýstárlega, bæði innan myndarinnar og á ytra byrði
hennar.
Kaldur hrollur
En hrollvekjur koma ekki bara úr suðri og austri og undanfarið hafa nor-
rænar hrollvekjur vakið umtalsverða athygli. Það er kannski helst sænska
myndin Leyfðu þeim rétta að koma inn, sem hefur náð verulegri útbreiðslu
(aðallega þó á kvikmyndahátíðum), enda stendur til að endurgera hana
39 Samanber Crofts.