Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 201
201
bandi mætti jafnvel benda á að flugrán, arabískir hryðjuverkmenn og
hetjuleg framganga bandarískra aðalpersóna kallast á við ýmis grunnstef
hasarmyndarinnar eins og hún hefur þróast í Hollywood á liðnum árum.
Sama má segja um áhersluna sem lögð er á grunnskiptingu sögusviðsins í
United 93 milli atburðanna á vettvangi árásanna og stjórnstöðva þar sem
fulltrúar stjórnvalda fylgjast með framrás atburða og reyna af veikum
mætti að hafa áhrif á framvinduna.37 Í frásagnarhefð hasarmyndarinnar
þjónar þessi skipting þeim tilgangi að skapa aðgreiningu á milli hetjunnar
sem tekst á við ógnvaldana á vettvangi, með handafli ef þörf krefur, og
yfirvalda sem mæta slíkum ógnum úr fjarlægð með skrifræðislegum og
kerfisbundum aðferðum.
Með því að gera þessi tvö sögusvið að burðarstoð frásagnarformgerðar
United 93 skapast jafnframt mikilvæg „fjarvistarsönnun“ sem gerir kvik-
myndinni mögulegt að lýsa atburðum dagsins án þess að brjóta gegn nær-
gætnissjónarmiðum. Þannig er frásögninni af árásinni á Tvíburaturnana
miðlað í gegnum augu flugumferðarstjóra og starfsmanna hersins, þ.e.
sögupersóna sem hafa fullgilda ástæðu til þess að fylgjast með atburðarás-
inni í sjónvarpinu og á eftirlitsskjáum því að þær hafa beinu hlutverki að
gegna við að bregðast við og reyna að afstýra tjóni. Þannig er sköpuð fjar-
lægð á milli sjónarspilsins í fjölmiðlum og kvikmyndahúsagesta sem áhorf-
enda. Nærgætnissjónarmiðin skipta hér umtalsverðu máli en eins og fjallað
verður um nánar í samhengi við World Trade Center gerir gagnrýnið við-
horf einnig vart við sig þar og afstaða er tekin gegn aðgerðarlausu „glápi“
á fjölmiðlaðar ímyndir.
„ótrúlega uppörvandi kvikmynd“
Segja má að kvikmynd olivers Stone, World Trade Center, sé sú þeirra
leiknu kvikmynda um ellefta september sem kemst hvað næst því að gera
miðju hamfaranna, hrun Tvíburaturnanna, að beinu sögusviði, og nýta sér
þannig tælingarmátt ímynda hryðjuverkanna. Eins og titillinn gefur til
kynna beinir myndin sjónum að árásunum á Tvíburaturnana og reynslu
þeirra sem fyrstir voru á vettvang eftir að árásirnar áttu sér stað. Þrátt fyrir
yfirlýsingar leikstjórans um að myndin fjalli fyrst og fremst um sögu
tveggja eftirlifenda og geti á engan hátt talist pólitísk, má líta svo á að hún
geri báðum þessum þáttum skil, og sé í senn sviðsetning á hamförunum á
37 Sjá Heiða Jóhannsdóttir, „Frásagnarformgerð hasarmynda“, Heimur kvikmynd-
anna, ritstj. Guðni Elísson, art.is og Forlagið, 1999, bls. 764–778.
RÁNYRKJA ÍMYNDARINNAR