Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 74
74
„Leikurinn í slettunni snýst um að ögra getu áhorfandans til þess að sjá
niðurstöðuna fyrir, rétt eins og í dularfullu spennumyndinni [e. mystery
thriller]. Á þennan hátt má skoða sletturnar Prom Night og Terror Train
sem skopstælingar á ,hver-gerði-það‘ glæpasögunni [e. whodunits].“20 Eins
og Arnzen bendir á eru áhorfendur slettunnar (og þá um leið slægjunnar)
virkari en ella vegna sjálfsvísunargildis greinarinnar,21 en sú listræna vinna
sem fer í sköpun hryllingsmynda er oft dregin fram í viðfangsefni þeirra,
frásagnaruppbyggingu og formgerð. Þær minna í sífellu á að þær eru „til-
búningur“ (e. artificial) eins og Brenda Cromb bendir á í grein um ofbeldi
í nýlegum hrollvekjum.22
Það er einmitt þetta einkenni kvikmyndagreinarinnar sem birtist svo
glögglega í umfjöllun gagnrýnendanna þriggja, en þeir keppast við að
nefna fyrirmyndir RWWM, til þess eins að draga fram hversu skammt hún
gengur í ljósi hefðarinnar. En hverjir eru raunverulegir fyrirrennarar
RWWM? Hvaða áhrif hefur það t.d. að greina myndina ekki sem slægju
eða slettu, heldur sjá hana sem spennutrylli, eða greina hana undir áhrifum
frá Hostel (2005, Eli Roth, Gistiheimilið) og Saw (2004, James Wan, Sögin),
eins og bæði Bergsteinn og Sæbjörn gera?23
Hvalalosti?
Leikstjóri RWWM, Júlíus Kemp, er sér meðvitaður um þá tilhneigingu
gagnrýnenda að leggja út af samhengi hryllingsmynda. Hann slær því
ýmsa varnagla í viðtali í Morgunblaðinu skömmu fyrir frumsýningu mynd-
arinnar, líklega í þeirri von að með því megi hafa áhrif á viðtökurnar. Í
viðtalinu reynir Júlíus að færa áherslur myndarinnar út fyrir greinarramma
slægjunnar og slettunnar, með því að ræða framleiðsluferlið sérstaklega og
leggja áherslu á sjálfstætt og vandað höfundarverk.24
20 Arnzen, Michael A., „Who’s Laughing Now? … the Postmodern Splatter Film“,
Journal of Popular Film & Television 21, hefti 4, vetur 1994, bls. 176–184, hér bls.
181.
21 Sama rit. Sjá sérstaklega umfjöllun Arnzens um greiningu Veru Dika á viðbrögð-
um áhorfenda við slægjunni og útleggingu hans í aftanmálsgrein, bls. 181 og 184.
22 Brenda Cromb, „Gorno: Violence, Shock and Comedy“, Cinephile 4, hefti 1,
sumar 2008, bls. 18–24, hér bls. 19–21. Greinina má nálgast á http:/cinephile.ca/
files/Cinephile-Vol4-big.pdf [sótt 20. mars 2010].
23 Myndirnar voru svo vinsælar að þeim var fljótt fylgt eftir með Hostel II (2007) og
Saw II–VII (2005–2010).
24 Aðalveggspjald myndarinnar gæti t.d. vakið upp slíkar hugmyndir, en myndin af
Helga Björnssyni sem í bræði horfir út um kýraugað eftir að hann hefur verið
GUðNI ELÍSSoN