Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 17
HVAð ER HEIMSBÍÓ?
17
Ekki eru það þó aðeins framleiðsla og efniviður kvikmynda sem grafa
undan hefðbundnum landamærum og þjóðaflokkunum. Andrew Higson
dregur þjóðarbíóhugtakið í efa á forsendum dreifingar og kvikmyndasýn-
inga. Hann telur að það skipti ekki aðeins máli hvaða myndir þjóðin fram-
leiði heldur ekki síður á hvaða kvikmyndir þjóðin horfi, og því hljóti
Hollywood-myndir að teljast þungamiðja fjölmargra þjóðarbíóa. Í niður-
lagi kunnrar greinar um hugtakið spyr Higson einmitt: „Því hvað er þjóð-
arbíó án þjóðaráhorfenda“.13 Gagnrýni Higson tilheyrir aukinni áherslu
innan kvikmynda- og menningarfræða á rannsóknir á viðtökum eiginlegra
áhorfenda á kvikmyndum víða um heim — ekki síst Hollywood-
myndum.14 Þótt mikilvægi þessa verði vart neitað, og margar slíkar rann-
sóknir hafi sýnt fram á hvernig staðbundin sérkenni móta mjög alla við-
töku á Hollywood-myndum, er hætta á því að þessi áhersla styðji við og
festi enn frekar í sessi ráðandi stöðu Hollywood. Ef farið er fyllilega eftir
þessum rökum verða rannsóknir á mörgum þjóðarbíóum, eins og Íslandi,
lítið annað en viðtökurannsóknir á Hollywood-myndum í ákveðnu þjóð-
arsamhengi. Mikilvægara hefur mér þótt hvernig Higson gagnrýnir þjóð-
arbíóhugtakið með vísan til „ímyndaðs samfélags“ Anderson þegar hann
dregur saman efni annarrar greinar og segir: „Hin ófyrirséðu samfélög
sem ímynduð eru í kvikmyndum eru miklu líklegri til að vera annaðhvort
staðbundin eða þverþjóðleg fremur en þjóðleg.”15 Þjóðarbíóhugtakið
ræður einfaldlega ekki eitt og sér við þann margbreytileika er einkennir
kvikmyndagerð samtímans og það er í því samhengi sem heimsbíóhugtak-
ið hefur orðið jafn miðlægt og raun ber vitni.
Heimsbókmenntir
Hugtakið heimsbíó leysir þó ekki með einföldum hætti þau margvíslegu
skilgreiningarvandamál er vilja loða við þjóðarbíóhugtakið. Ekki síst sakir
þess að það er sjálft notað í ýmsu samhengi og getur verið afar mismun-
13 Andrew Higson, „The Concept of national cinema“, Screen 4/1989, bls. 46.
14 Mætti hér nefna sem dæmi fjölmargar viðtökurannsóknir undir ritstjórn Richard
Maltby og Melvin Stokes og þá ekki síst Hollywood Abroad: Audiences and Cultural
Exchange, London: British Film Institute, 2004.
15 Andrew Higson, „The Limiting imagination of national cinema“, Cinema &
Nation, ritstj. Mette Hjort og Scott MacKenzie, London: Routledge, 2000, bls. 73.
Í flokkun sinni á þjóðarbíóum vakti Crofts athygli á bíói sem er smærra en þjóð-
arbíó en flokkun hans hafði lítið rými fyrir hið öndverða — kvikmyndagerð sem er
umfangsmeiri en þjóðarhugtakið.