Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 57
57
HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA
fyrir Bandaríkjamarkað.40 Áður en ég fjalla nánar um hana er þó ástæða til
að huga að norskum kvikmyndum sem vakið hafa nokkra athygli, Frjáls og
villtur og Dauður snjór. Báðar myndirnar falla í marga af flokkum Crofts
(eða engan, eftir því hvernig á það er litið), þær fylgja formúluhrollvekjum
nokkuð nákvæmlega en eru jafnframt einskonar ,þjóðarmyndir‘, en
þónokkuð er gert úr því að draga fram ,norðrið‘; báðar myndirnar gerast
uppi á fjöllum þar sem allt er á kafi í snjó. Jafnframt eru myndirnar gerðar
með vinsældir að markmiði, með fyrrnefndum fyrirvara um vinsælda-
möguleika hrollvekja. Frjáls og villtur segir frá hópi ungmenna sem stundar
snjóbrettaíþróttina af miklum móð og sækir ákaft í meiri áskorun og
áhættu. Í þeim tilgangi fara þau lengst út í buska norskra fjalla, einn úr
hópnum slasast og óveður skellur á svo að þau leita skjóls í yfirgefnu fjalla-
hóteli. Að sjálfsögðu er allt sambandslaust þarna og þau neyðast því til að
bíða af sér veðrið. Á hótelinu dvelur einn af þessum duglegu morðingjum
slægju- og sláturmynda og hefst strax handa við það að myrða þau sam-
viskusamlega, eitt af öðru, alveg eins og formúlan segir til um. Í ljós kemur
að í nágrenni hótelsins hafði drengur týnst í snjónum og aldrei fundist.
Hann dó þó ekki, ekki frekar en Jason í Föstudags þrettánda-myndunum
(1982, Sean Cunningham, Friday the 13th, auk fjölda framhalda og endur-
gerðar frá 2009), heldur lifir af, bara til að drepa allt kvikt í grenndinni. og
líkt og Jason var hann svikinn, foreldrar hans reyndu að koma honum fyrir
kattarnef, því að þau skömmuðust sín svo mikið fyrir að andlit hans er
afmyndað af stórri valbrá. Eins og hefð er fyrir í þessum myndum lifir ein
stúlka af — bara til að lenda í nýjum hremmingum í framhaldsmyndinni.
Samkvæmt kenningu Carol J. Clover, enda flestar slátur- og slægjumyndir
á því að ein stúlka lifir af, sú sem sýnir hvað mest frumkvæði í baráttunni
við morðingjann og er á stundum hans helsta skotmark, en snýr vörn í
sókn og sigrar að lokum.41
Í zombíumyndinni Dauðum snjó lifir enginn af enda lítil hefð fyrir því
að skilja eftir von í slíkum myndum og svífur heimsendastemning yfir
40 Leyfðu þeim rétta að koma inn er byggð á bók, líkt og Hringurinn, Konunglegi bar-
daginn og rússnesku myndirnar. Bandaríska endurgerðin er því ekki endilega end-
urgerð á sænsku myndinni heldur ný aðlögun á bókinni.
41 Sjá Carol J. Clover, Men, Women, and Chainsaws: Gender in the Modern Horror Film,
London: BFI Publishing, 1992. Vera Dika hefur líka skrifað um formúlur þessa
unglinga-slægjumynda í Games of Terror: Halloween, Friday the 13th and the Films of
the Stalker Cycle, Rutherford: Faileigh Dickinson University Press, 1990.