Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 57

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 57
57 HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA fyrir Bandaríkjamarkað.40 Áður en ég fjalla nánar um hana er þó ástæða til að huga að norskum kvikmyndum sem vakið hafa nokkra athygli, Frjáls og villtur og Dauður snjór. Báðar myndirnar falla í marga af flokkum Crofts (eða engan, eftir því hvernig á það er litið), þær fylgja formúluhrollvekjum nokkuð nákvæmlega en eru jafnframt einskonar ,þjóðarmyndir‘, en þónokkuð er gert úr því að draga fram ,norðrið‘; báðar myndirnar gerast uppi á fjöllum þar sem allt er á kafi í snjó. Jafnframt eru myndirnar gerðar með vinsældir að markmiði, með fyrrnefndum fyrirvara um vinsælda- möguleika hrollvekja. Frjáls og villtur segir frá hópi ungmenna sem stundar snjóbrettaíþróttina af miklum móð og sækir ákaft í meiri áskorun og áhættu. Í þeim tilgangi fara þau lengst út í buska norskra fjalla, einn úr hópnum slasast og óveður skellur á svo að þau leita skjóls í yfirgefnu fjalla- hóteli. Að sjálfsögðu er allt sambandslaust þarna og þau neyðast því til að bíða af sér veðrið. Á hótelinu dvelur einn af þessum duglegu morðingjum slægju- og sláturmynda og hefst strax handa við það að myrða þau sam- viskusamlega, eitt af öðru, alveg eins og formúlan segir til um. Í ljós kemur að í nágrenni hótelsins hafði drengur týnst í snjónum og aldrei fundist. Hann dó þó ekki, ekki frekar en Jason í Föstudags þrettánda-myndunum (1982, Sean Cunningham, Friday the 13th, auk fjölda framhalda og endur- gerðar frá 2009), heldur lifir af, bara til að drepa allt kvikt í grenndinni. og líkt og Jason var hann svikinn, foreldrar hans reyndu að koma honum fyrir kattarnef, því að þau skömmuðust sín svo mikið fyrir að andlit hans er afmyndað af stórri valbrá. Eins og hefð er fyrir í þessum myndum lifir ein stúlka af — bara til að lenda í nýjum hremmingum í framhaldsmyndinni. Samkvæmt kenningu Carol J. Clover, enda flestar slátur- og slægjumyndir á því að ein stúlka lifir af, sú sem sýnir hvað mest frumkvæði í baráttunni við morðingjann og er á stundum hans helsta skotmark, en snýr vörn í sókn og sigrar að lokum.41 Í zombíumyndinni Dauðum snjó lifir enginn af enda lítil hefð fyrir því að skilja eftir von í slíkum myndum og svífur heimsendastemning yfir 40 Leyfðu þeim rétta að koma inn er byggð á bók, líkt og Hringurinn, Konunglegi bar- daginn og rússnesku myndirnar. Bandaríska endurgerðin er því ekki endilega end- urgerð á sænsku myndinni heldur ný aðlögun á bókinni. 41 Sjá Carol J. Clover, Men, Women, and Chainsaws: Gender in the Modern Horror Film, London: BFI Publishing, 1992. Vera Dika hefur líka skrifað um formúlur þessa unglinga-slægjumynda í Games of Terror: Halloween, Friday the 13th and the Films of the Stalker Cycle, Rutherford: Faileigh Dickinson University Press, 1990.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.