Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 84
84
Blöndun illsættanlegra hátta leiðir gjarnan til viðtökufræðilegs hiks. Þó
að áhorfandinn bregðist umhugsunarlaust við ákveðnum senum, t.d. með
„óviðeigandi“ hlátri, getur við frekari umhugsun verið erfiðleikum bundið
að skýra ástæðurnar að baki viðbrögðunum. Ástæður greiningaróvissunnar
er þá að finna í óvæntri blönduninni. Viðtökufræðilegt hikið sem grípur
handritshöfundinn í tilvitnuninni hér að framan og halda má fram að búi í
slægjunni sem grein, sést einnig í smæstu viðbrögðum persóna RWWM,
eins og í fyrsta morðinu um borð í hvalveiðibátnum sem fer fram fyrir allra
augum. Þá hleypur kroppinbakurinn Siggi fram og keyrir hamar á kaf í
höfuð fórnarlambsins. Viðbrögð persónanna eru um margt hefðbundin.
Túristarnir bregðast við með skelfingarsvip og ópum, andlit Sigga fangar
bræðina sem býr innra með honum, á meðan eldri bróðirinn Tryggvi gefur
sig morðlostanum á vald. Aðeins viðbrögð mömmunnar koma í fljótu bragði
á óvart. Hún hrekkur undan högginu í viðbjóði og hryllir sig. Leikstjórinn
og klipparinn undirstrika viðbrögð hennar með því að sýna hana í nærmynd
strax í næsta skoti eftir árásina og því er augljóst að þeim er ekki ætlað að
týnast innan um hin viðbragðaskotin. Mömmu virðist helst klígja við árás-
inni, hún bregst við ofbeldinu á svipaðan hátt og fórnarlömbin.
Leik Guðrúnar Gísladóttur mætti hugsanlega skýra sem enn eitt dæmið
um stefnuleysi myndar sem veit ekki alveg hvað hún vill vera. Samkvæmt
þeirri túlkun skilja leikstjóri, leikari og klippari RWWM ekki að kvik-
myndaillmenni bregðast fremur við ofbeldi á þann hátt sem Helgi
Björnsson gerir. En er það fullnægjandi skýring? Er ekki líklegra að í við-
brögðum mömmunnar sé að finna þá drepfyndnu þversögn sem stýrir
merkingarsköpun slægjunnar, blöndun háttanna sem ég hef þegar gert að
umræðuefni? Á augnabliki morðsins vekur það viðbjóð með mömmu og
undirstrikar þannig óhugnaðinn í verknaðinum. Meira að segja morðóða
mamma sem er svo oft verst allra innan slægjunnar ræður ekki við sig og
hrekkur undan.48 En svo eru viðbrögðin líka kómísk vegna þess að þau
ganga þvert á það sem ætlast er til af kvikmyndaillmennum. Rétt eins og
mamma vita áhorfendurnir stundum ekki hvort þeir eiga að hlæja eða
öskra.
Það er ýmsum erfiðleikum háð að skilgreina kómíska eiginleika
RWWM. Í áðurnefndu viðtali við leikstjóra myndarinnar, Júlíus Kemp,
48 Nefna má mæðurnar í Psycho (1960, Alfred Hitchcock, Bilun), Friday the 13th og
svo auðvitað í Mother’s Day. Um þetta má t.d. lesa í „Imagining Murderous
Mothers: Male Spectatorship and the American Slasher Film“ eftir Robert Genter
í Studies in the Humanities 33, hefti 1, 2006, bls. 101–123.
GUðNI ELÍSSoN