Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 83
83
finnst hafa tekist að búa til góða spennumynd, en skítuga og uppfulla af
óþægilegri tilfinningu“.45 Í yfirlýsingu Sjóns býr í raun samskonar blönd-
unarhugmynd og gerir slægjuna svo óræða. Hann snýr upp á hefðbundin
fagurfræðileg viðmið með því að lofsyngja einbeittan brotavilja þeirra sem
að myndinni komu, en þeir lögðu sig fram um að framleiða eitthvað sem var
dýrt, skítugt og óþægilegt, eitthvað sem getur ekki kallast listaverk — en er
þó kannski auvirðilega fallegt.46
Ef marka má orð Sjóns er þessi togstreita á milli að því er virðist ósætt-
anlegra afla meginviðfangsefni RWWM. Í viðtalinu greinir hann þversögn
hins „drepfyndna“. Hún felst ekki aðeins í nautninni sem sprettur úr
áhorfinu, heldur einnig í viðfangsefni myndarinnar, klofningnum sem felst
í að reka fyrirtæki sem gera ferðamönnum kleift að dást að fegurð og
þokka íslenskra hvala á sama tíma og stór hluti þjóðarinnar vill að þeir séu
eltir uppi og drepnir. Þessi staðreynd blasir við hverjum þeim sem heldur
niður að Reykjavíkurhöfn:
„öðrum megin á bakkanum eru hvalaskoðunarskipin og hinum
megin eru hvalveiðiskipin. Þar liggur klofningur í geði þjóðar-
innar, sem ber í sér óviðunandi ágreining. […] Bara það að sigla
frá borginni býr til ákveðna fjarlægð. Svo er þar skip illmenn-
anna, fólks sem býr utan samfélagsins og þar er ákveðið siðleysi
í gangi — það hefur ástæðu til að hata þetta fólk sem sækir sér
þessa saklausu skemmtun. Það er það sem er svo gaman! Ég á
erfitt með að horfa á myndina, því mér finnst hún svo ...“ Hann
hikar eitt augnablik. „Mér finnst hún svo fyndin!“47
Eitt augnablik heldur lesandi viðtalsins kannski að Sjón ætli að segja að
myndin sé ógeðsleg. Hvers vegna ætti honum annars að þykja erfitt að
horfa á mynd sem segir frá morðóðri fjölskyldu sem brytjar niður erlenda
ferðamenn sér til gamans? Meira að segja Sjón virðist ekki viss um eigin
viðbrögð, því að hann hikar í andartak áður en hann bætir við að honum
finnist myndin vera „svo fyndin“. Viðmælandi Sjóns, Pétur Blöndal blaða-
maður, tekur undir þau orð og segir þannig háttað með „bestu hrollvekj-
urnar“.
45 Pétur Blöndal, „Stutt spjall um hrollvekju“, bls. 14.
46 Líklega hefur Júlíus viljað bregðast við þessum ummælum Sjóns í viðtalinu sem
birtist við hann fjórum dögum seinna, en ekki er ólíklegt að honum hafi þótt
óþægilegt að sitja undir þeirri ásökun, eða undir því lofi, að fara illa með peninga.
47 Pétur Blöndal, „Stutt spjall um hrollvekju“, bls. 14.
UNDIR HNÍFNUM