Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 176
176
þess ber að geta að myndasagan er upphaflega skrifuð á frönsku. Verkið er
því sjálft dæmi um það að innflytjandinn Satrapi hafi náð ákveðinni valda-
stöðu innan menningarinnar úr því að þessar leikkonur taka þátt í sköpun
þess. Þar með hefur reynsla úr öðrum heimi verið flutt yfir á nýjan stað og
sú tilfærsla er innsigluð með röddum leikkvennanna.
Í titilsenunni má segja að saga Marji sé sögð í hnotskurn með táknræn-
um hætti. Blóm fýkur af tré í persneskum bæ og flögrar yfir höf og fjöll, er
næstum brennt, étið af fiski, en góðlegur kvenengill kemur úr skýi og vísar
því veginn yfir fjöllin, það smýgur hjá djöfli og endar í grasi sem síðan
reynist vera fyrir utan orly-flugvöll í París. Þar hefst svo fyrsta senan, en
sú sena og lokasenan eru þær einu sem eru í lit. Marji (fullorðin) horfir á
upplýsingatöflu og sér þar flugið til Teheran, hún fer á snyrtinguna og
setur á sig blæju, meðan vestræn kona við hlið hennar, klædd nokkuð
mellulega, grettir sig. Hún fer að innritunarborði en virðist hörfa frá, fær
sér sæti á bekk og upprifjunin úr æsku byrjar í svarthvítu. Um miðja mynd,
þegar hún er send til Vínar, er önnur sena frá Parísarflugvellinum — hún
tekur af sér blæjuna og fær sér sígarettu, vestræn kona horfir aftur með
vandlætingu á hana — upprifjunin heldur áfram í Vín. Hún er send til
nunnanna í Vín sem líta alveg eins út og slæðukonurnar í Teheran fyrir
utan stóra krossa sem þær bera um hálsinn. Hún reynir af öllum mætti að
passa inn í unglingasamfélagið í Vínarborg. Í einni senu, til dæmis, afneit-
ar hún uppruna sínum og þykist vera frönsk, því að það er of flókið að eiga
uppruna sinn í byltingu og stríði. Amma hennar, sem stendur fyrir heima-
landið, en er jafnframt frjálslynd og nokkuð vestræn í útliti, minnir hana á
mikilvægi upprunans, en skólasystkini hennar gera grín að henni fyrir að
hafa reynt að villa á sér heimildir. Vínardvölin endar með því að hún verð-
ur heimilislaus þegar kærastinn svíkur hana, hún kemst uppá kant við
umhverfið, er hætt komin þegar hún veikist af lungnabólgu, og þá hefur
hún ekki haft samband við fjölskyldu sína um nokkra mánaða skeið. Hún
segir frá því að það hafi verið stríð sem hafi flæmt hana burt, en fáránlegt
ástarævintýri sem hafi næstum gert út af við hana.
Í bæði bók og mynd er lögð áhersla á að Marji alist upp við blöndu þess
austræna og vestræna. Hetja hennar er Bruce Lee, en hún einsetur sér líka
að verða síðasti spámaðurinn. Heimili fjölskyldunnar er vestrænt í útliti,
með nútímalist á vegg, en persnesk munstur á sófaborði og teppi. Þegar
vitnað er til fortíðar landsins, eins og þegar saga keisarans er rifjuð upp, þá
eru fígúrurnar í sögunni persneskar strengjabrúður sem stjórnað er af bresk-
GuNNþóRuNN GuðmuNDsDóttiR