Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 173
173
SJÁLFSMYND Í KVIKMYND
sögu? hvað verður um persónuna þegar ég dey? heldur hún áfram?“ og
með það líður yfir hann í tilvistarlegri angist og lyfjamóki.
Sjálfið sem sett er fram í kvikmyndum er því ákaflega margrætt, aug-
ljóst er að myndin er ekki af manneskjunni sjálfri, er ekki manneskjan sjálf.
Tilvistarleg angist sjálfs sem hefur, að því er virðist, dreift sér um víðan
völl, er sviðsett hér, en einnig sú tilvistarlega spurning sem liggur að baki
öllum sjálfsævisögulegum skrifum — hver eru tengsl manneskjunnar sem
skrifar og persónunnar sem til verður í textanum? Hér væri þá hægt að
taka undir orð Egan um að splundrað sjálf kvikmyndarinnar sé einungis
sýnilegri birtingarmynd þessara hugmynda sem má finna í öllum tegund-
um af tjáningu á sjálfi.
Eins og nefnt var hér að ofan eru aðrar kröfur gerðar til sannleiksgildis
myndasagna heldur en hefðbundinna sjálfsævisagna. Jared Gardner hefur
einnig bent á að myndasagan geri ekki sama tilkall til sannleikans og sjálfs-
ævisögur í bókarformi, og heldur því fram að það yrðu seint málaferli út af
myndasögu, eins og hefur gerst með sjálfsævisögur, því að lesandinn líti
ekki á þær sem heimild af sama tagi.9 En sjálfsævisögulegar kvikmyndir
eru þá því aðeins mögulegar, eins og Linda Haverty Rugg bendir á, að við
viðurkennum að það sé ómögulegt að tjá einstaklingsbundið, sjálfstætt og
algerlega heildstætt sjálf. Með þessum hætti getur kvikmyndin hjálpað
okkur að skilja hið flóknara og ótjáanlega sjálf.10
Nadja Gernalzick skiptir sjálfsævisögulegum kvikmyndum í tvo flokka,
annars vegar sjálfsævisögulegar kvikmyndir og hins vegar kvikmyndaðar
sjálfsævisögur, eftir því hvort myndin er leikin eður ei. Sé myndin leikin þá
fellur hún í fyrri flokkinn og hefur þar með samkvæmt Gernalzick sömu
stöðu og sjálfsævisögulegar skáldsögur hafa andspænis sjálfsævisögunni.
Hin tegundin liggur þá nær heimildamyndinni.11 Hún tekur jafnframt
fram að aðgreiningin milli leikinna kvikmynda og heimildamynda sé ófull-
nægjandi hvað varðar sjálfsævisöguleg verk, þar sem sú aðgreining geri ráð
fyrir að leiknar kvikmyndir séu fyrst og fremst frásagnarform en síður
9 Jared Gardner, „Autography’s Biography, 1972–2007“, Biography 31:1, vetur 2008,
bls. 1–26, hér bls. 6.
10 Linda Haverty Rugg, „Keaton’s Leap: Self-Projection and Autobiography in
Film“, Biography 29:1, vetur 2006, bls. v-xiii, hér bls. xiii.
11 Nadja Gernalzick, „To Act or to Perform: Distinguishing Filmic Autobiography“,
Biography 29:1, vetur 2006, bls. 1–13, hér bls. 2.