Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 122
122
Aðalpersónur mexíkósku kvikmyndarinnar sem sjónum verður sér-
staklega beint að hér á eftir, Hundaástir3 (2000, Alejandro González
Iñárritu, Amores perros) en einnig myndanna Og mamma þín líka (2001,
Alfonso Cuarón, Y tu mamá también) og Sársauki ástarinnar (2002, Fern-
ando Sariñana, Amar te duele), eru táknmyndir samtímans. Þær endur-
spegla líf og lifnaðarhætti ungs fólks í stórborgarsamfélagi Mexíkóborgar
við upphaf tuttugustu og fyrstu aldarinnar og sérstaka athygli vekur áhersla
á umfjöllun um stöðu og hlutverk kynjanna á umbrotatímum. Sögupersónur
þessara nýlegu stórborgarmynda eru, oftar en ekki, ungir karlmenn og
birtast sem rótlausir einstaklingar er finna ekki til samsömunar með um-
hverfi sínu eða því félags- og menningarlega samfélagi sem þeir hrærast í.
Þátttaka í eiginlegri réttindabaráttu er þeim fjarlæg, sjóndeildarhringurinn
þröngur og þeir eygja takmarkaða möguleika til farsældar. Samt sem áður
gera þeir tilraunir til að standa undir samfélagslegum væntingum karla-
veldisins — sem misheppnast alla jafna. En áður en ráðist verður í grein-
ingu mexíkósku myndanna sem nefndar voru hér að framan verða kynntar
til sögunnar kenningar argentínska fræðimannsins Enrique del Acebo
Ibáñez um rótfestu og rótleysi en þær eru einkar hjálplegar við að bregða
birtu á umræddar myndir.
Að finna eða finna ekki til samsömunar
Í bók sinni Félagsfræði rótfestunnar: Kenningar um uppruna og eðli borgarsam-
félagsins fjallar Ibáñez um þróun og sögu borgríkja frá tímum Grikkja og
Rómverja til okkar daga.4 Hann beinir athyglinni sérstaklega að velferð
Williams, „Los diarios de motocicleta as Pan-American Travelogue“, Contemporary
Latin American Cinema: Breaking into the Global Market, ritstj. Deborah Shaw, New
York: Rowman & Littlefield Publishers, Inc., 2007, bls. 11–29. Til viðbótar sjá
Skarphéðinn Guðmundsson, „Leitin að Ernesto“, Morgunblaðið 7. apríl 2005, bls.
50, og Sæbjörn Valdimarsson, „Þroskasaga af þjóðveginum“, Morgunblaðið 10.
apríl 2005, www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein/html?radnr=1011189 (sótt 8. júlí
2010).
3 Rétt er að vekja athygli á því að titill myndarinnar hefur einnig verið þýddur sem
Hundalíf.
4 Enrique del Acebo Ibáñez, Félagsfræði rótfestunnar: Kenningar um uppruna og eðli
borgarsamfélagsins, umsjón þýðinga og ritstjórn Hólmfríður Garðarsdóttir og
Helgi Gunnlaugsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007. Ibáñez styðst í þessari bók
við hugmyndir félagsfræðinga á borð við Ferdinand Tönnies, Émile Durkheim,
Georg Simmel, oswald Spengler og René König í kenningarsmíð sinni um rót-
festu og rótleysi einstaklingsins.
hólmfRíðuR GaRðaRsDóttiR