Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 14
BjöRN ÆGiR NoRðfjöRð
14
Þetta flokkunarkerfi Crofts er ekki gallalaust (fremur en önnur slík kerfi)
en það gefur góða yfirsýn yfir margbreytilegar birtingarmyndir þjóðar-
bíóa.8 Sem slíkt getur það vel staðið við hlið hugmyndarinnar um heimsbíó
— heimsbíóið samanstæði þá einfaldlega af þeim margvíslegu gerðum
þjóðarbíóa sem Crofts eða aðrir greinendur hafa tiltekið. Vandinn við
þjóðarbíóhugtakið er af öðrum toga.
Þjóðarbíóið hefur átt í vök að verjast samfara sjálfu þjóðarhugtakinu
— en segja má að síðasti flokkur Crofts gefi þetta óbeint til kynna. Ef íbúar
Katalóníu eða blökkumenn í Bandaríkjunum standa utan við eða eru ein-
hvers konar ofgnótt þjóðarinnar sem um ræðir úr hverju samanstendur
hún? Er eina eða margar þjóðir að finna í þessum ríkjum? Hvaða þjóð er
að finna í kvikmyndagerð ríkja sem búa við slíka menningarlega og sam-
félagslega fjölbreytni? Er einhver þjóð svo eintóna að henni verði gerð
fyllileg skil á hvíta tjaldinu? Ef þjóðin á hvíta tjaldinu er þannig ljóslega
ímynduð, hvar skyldi hina raunverulegu þjóð vera að finna? Eru þjóðir
ekki ímyndaðar yfir höfuð?
Því verður vart neitað að sú endurskoðun sem farið hefur fram á þjóð-
arhugtakinu í hugvísindum almennt undanfarna áratugi hafi umbylt hug-
myndum kvikmyndafræðinga um þjóðarbíó. Speglunarhugmyndin sem
gekk út frá því sem vísu að hvíta tjaldið endurspeglaði þjóðina að baki þess
— jafnvel sjálfa þjóðarsálina líkt og í sígildri stúdíu Siegfried Kracauer á
þýskri kvikmyndagerð millistríðsáranna — hefur vikið fyrir því viðhorfi að
þjóð/-erni sé tilbúin samsetning (e. construction).9 Hér búa að baki vel-
þekktar kenningar Benedict Anderson um „ímyndað samfélag“ og Eric
Hobsbawm um „uppfundnar hefðir“ sem hvorar um sig draga í efa grund-
völl þjóðarhugtaksins. M.ö.o. eru þjóðir ekki til í sjálfu sér heldur eru þær
hugmyndafræðilegur tilbúningur þjóðernishyggju og annarra áþekkra
hugmyndakerfa.10 Því fer þó fjarri að samsetningarkenningin grafi undan
8 Einn galli við kerfi Crofts er að það tekur ekkert tillit til stærðar þjóðarinnar sem
um ræðir. Ég hef t.a.m. bent á í öðru samhengi að íslenskri kvikmyndagerð stend-
ur sökum smæðar lítið annað til boða en að reyna að sameina flokka a og c með
einhverjum hætti. Sjá kaflann um Ísland í The Cinema of Small Nations, ritstj. Mette
Hjort og Duncan Petrie, Edinburgh: University of Edinburgh Press, 2007, bls.
43–59. Þá mætti einnig nefna hér afar markvissa greiningu Tom o’Regan á ástr-
alskri kvikmyndagerð sem „miðlungsstóru ensku-mælandi þjóðarbíói“. Sjá
Australian National Cinema, London: Routledge, 1996.
9 Siegfried Kracauer, From Caligari to Hitler: A Psychological History of the German
Film, Princeton: Princeton University Press, 1947.
10 Sjá bók Anderson, Imagined Communities: Reflections on the Origin and Spread of
Nationalism, London: Verso, 1991, og greinasafn Hobsbawm og Terence Ranger,