Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 172
172
GuNNþóRuNN GuðmuNDsDóttiR
æði í gegnum líf Satrapi, kynni helstu hvörf: byltingu, kúgun, útlegð, mis-
heppnuð ástarævintýri og flótta til Frakklands, og treysti því að æsifengið
eðli þessara þátta tali fyrir sig sjálfa og þurfi ekki skýringar höfundarins,
sem gefnar eru í myndasögunni. Það geri það að verkum að myndin sýni
klisjukenndari og kunnuglegri sjónarhorn á atburðina en bókin. Myndin
verði hálfvolg hylling á vestrænu umburðarlyndi og upphituð ádeila á ísl-
amska bókstafstrú.6 Kem ég nánar að þessum þáttum hér á eftir.
Sjálfsævisaga í kvikmynd
En hvers konar kvikmynd er þetta? Er hægt að kalla mynd af þessu tagi
sjálfsævisögulega? Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um sjálfsævisögur í
kvikmyndum og Elizabeth Bruss, einn af frumkvöðlum kenninga um
sjálfsævisögur, segir fyrirbærið í raun ekki ganga upp, einna helst af því að
sjálfsævisagan byggi á því að höfundur, sögumaður og aðalpersóna séu eitt
og hið sama en slíku sé splundrað í kvikmynd, allt of margir séu ‚höfundar‘
kvikmyndar, hið sjálfsævisögulega sjálf leysist upp í manneskjuna sem er
kvikmynduð og þá sem kvikmyndar.7 Susanna Egan, sem er seinni tíma
sjálfsævisögufræðingur, bendir hins vegar á, í bók sinni Mirror Talk, að
sjálfið sé nú þegar splundrað og því sé kvikmyndin bara eitt sýnilega
dæmið um slíkt. Sjálfið er margrætt og tjáning þess sprettur ekki einungis
úr einni vitund heldur í samræðu við aðra, fjölskyldu, mótandi sambönd,
hefðir greinarinnar, lesanda og fleiri þætti.8 Myndasögur og kvikmyndir
hlutgera kannski að einhverju leyti þetta margræða sjálf og mætti þar
minnast á myndasögurnar American Splendor sem Harvey Pekar skrifar en
fjölmargir teiknarar hafa teiknað. Í kvikmyndinni sem gerð var eftir
myndasögunni, fer Paul Giamatti með hlutverk Pekars, en sögumaðurinn
er Pekar sjálfur, auk þess sem hann kemur einnig fyrir í mynd þar sem
hann situr í stúdíói (sem skreytt er með leikmunum úr kvikmyndinni) og
talar beint í myndavélina og aðrar persónur úr lífi hans mæta líka. Í einni
senunni spyr Pekar veikur af krabbameini, þá leikinn af Giamatti: „er ég
maður sem skrifar um líf sitt í myndasögu eða er ég bara persóna í mynda-
6 Rahul Hamid, dómur um kvikmyndina Persepolis, Cineaste, vetur 2007, bls. 61–63,
hér bls. 61.
7 Elisabeth Bruss, „Eye for I: Making and Unmaking Autobiography in Film“,
Autobiography: Essays Theoretical and Critical, ritstj. James olney, Princeton:
Prince ton University Press, 1980, bls. 296–320, hér bls. 297.
8 Susanna Egan, Mirror Talk: The Genre of Crisis in Contemporary Autobiography,
Chapel Hill: University of North Carolina Press, 1999, bls. 32–35.