Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 47
HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA
47
Vakta-myndirnar eru sérlega gott dæmi um æsta eftirlíkingu, eins og nánar
verður komið að síðar, en af öðrum má nefna ítölsku zombíu-myndirnar
og nú síðast spænsku Upptökuna. Hana má vel bera saman við bandaríska
zombíu-mynd frá árinu 2006, Mulberry Street (Jim Mickle), mynd sem
einnig fylgir formúlunni til hins ýtrasta og er í sjálfu sér alveg ágæt, en nær
engan veginn sömu áhrifum og Upptakan, þrátt fyrir áhugaverða pólitíska
undirtóna og tilvísanir til stríðsins í Írak.
Þriðji mögulegi flokkur heimshryllings er fyrsti flokkurinn, listrænar
myndir frá Evrópu eða í evrópskum anda. Tengsl hrollvekjunnar við list-
rænar myndir koma aðallega til af tvennu; myndatöku sem iðulega ein-
kennist af sérstakri áherslu á að afmarka sjónarsviðið og spila á hið séða og
hið óséða, en spurningin um hið sýnilega er eitt af lykilþemum hrollvekj-
unnar, hvort sem það birtist beinlínis sem viðfangsefni eða bara í sjónrænu
yfirbragði.26 Í grein sinni „Listræna kvikmyndin sem aðferð í kvikmynda-
gerð“ ræðir David Bordwell einkenni listrænu kvikmyndarinnar og þar má
greina ýmislegt sameiginlegt með frásagnaraðferð hrollvekjunnar.27
Hrollvekjan hefur lengi þótt fremur áhugalítil um persónusköpun eða fléttu
og sinnir slíku fyrst og fremst sem lágmarksumgjörð um óhugnanlegt and-
rúmsloft, nagandi spennu og blóðug dráp.28 Þetta á hún sameiginlegt með
listrænum myndum sem sömuleiðis fjalla iðulega um eigið andrúmsloft.
Þetta tengist aftur hinu myndræna, en í báðum tilfellum er myndatakan
26 Schneider fjallar aðeins um myndatöku í grein sinni, en sjá einnig um myndatöku-
stíl hrollvekja í grein Thomas Elsaesser, „Specularity and engulfment: Francis
Ford Coppola and Bram Stoker’s Dracula“, Contemporary Hollywood Cinema, ritstj.
Steve Neale og Murray Smith, London og New York: Routledge, 1998, bls. 195–
196. Þar bendir hann reyndar á notkun Coppola á þessum stíl í Dómsdagur nú
(1979, Apocalypse Now), og gefur þannig til kynna að kvikmyndatöku stíll hrollvekj-
unnar hafi haft víðtækari áhrif en bara innan greinarinnar.
Sjá einnig um tengsl listrænu og hrollvekju, bók Joan Hawkins, Cutting Edge:
Art-Horror and the Horrific Avant-Garde, Minneapolis og London: University of
Minnesota Press, 2000 og grein Jeffrey Sconce, „,Trashing‘ the Academy“, bls.
371–393.
27 David Bordwell, „Listræna kvikmyndin sem aðferð í kvikmyndagerð“, þýð. Guðni
Elísson, Kvikmyndagreinar, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Háskóla útgáfan, 2006,
bls. 46–64.
28 Sjá um hrollvekjur, plottleysi, ofgnótt og tengsl við listrænar kvikmyndir, greinar
Jeffrey Sconce, „Spectacles of Death: Identification, Reflexivity, and Contemporary
Horror“, Film Theory Goes to the Movies, ritstj. Jim Collins, Hilary Radner og Ava
Preacher Collins, New York og London: Routledge, 1993, bls. 103–119, og
„,Trashing‘ the Academy: Taste, Excess, and an Emerging Politics of Cinematic
Style“.