Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 117
117
eru „tálkvendi“ og durtar sem mega missa sín, fjarverandi, afbrigðilegir,
samkynhneigðir eða klæðskiptingar. Augnaráðið er þó ekki endilega alltaf
kvenmiðað heldur; það einskorðast einfaldlega ekki við gagnkynhneigða
karla. Þannig er kyngervi markvisst afbyggt, myndirnar segja af persónum
drifnum af sterkum ástríðum þar sem kvenmennska er eftirsótt hugar-
ástand fremur en að vera litningabundin.42 Almodóvar segir meiri tilfinn-
ingalega vídd í konum og meira í þær spunnið í samfélagslegu tilliti en þess
vegna eru þær ef til vill í fyrirrúmi mynda hans.43 Jöðruðum er þannig
hampað á sama tíma og hefðbundin kynjahlutverk eru dregin í efa með
tvíræðni og spurningarmerki er sett við karlmennsku.44
Myndir Almodóvar eru ekki raunsæjar þó að augljóslega búi í afkára-
legum svörtum húmornum beitt ádeila á samfélagsformgerð samtímans.
Meginstraumurinn virðist samt ekki alltaf bera svo auðveldlega kennsl á
annarlegan súrrealismann því að hann er oft ekki fjarstæðukenndari en
margt sem dynur á í raunheimum. Áhorfendur eru neytendur sem hafa
vanist mötun á kóðuðu viðurkenndu efni er leiðir til áreynslulausra hug-
hrifa. Þetta útskýrir ef til vill hvers vegna svo mörgum blöskrar hispurs-
leysi höfundarins, hann fæst jú við bannhelgi með stuðandi tækni sem á
rætur að rekja til framúrstefnu Madrídarhreyfingarinnar. Eins og áður
segir leiðir blöskrun áhorfenda til umtals og eftirvæntingar sem glæðir
hróður Almodóvar frekar en kæfir.
Í póstmódernískum anda vill Almodóvar snerta sem flesta með marg-
ræðni. Hver og einn ætti að geta fundið eitthvað sem höfðar til hans í
myndunum. Leikstjórinn lætur ekki binda sig á bás en sem vel þekkt og
afar vinsæl stjörnuímynd getur hann þó ekki fylgt einungis köllun sinni ef
hann vill haldast á stalli. Í seinni tíð virðist hann því taka mið af væntingum
og þolmörkum áhorfenda — neytenda mynda hans. Eftir því sem á líður
ferilinn verður „siðleysið“ og óskammfeilnin meira dulkóðuð og fínpúss-
uð, áhorfið er farið að lofa ljúfum hughrifum til handa áhorfendum sem
jafnframt eiga orðið auðveldara með að samsama sig persónunum — sér-
staklega eftir hina umdeildu Kiku (1993).
Bittu mig, elskaðu mig! er augljóslega grófari og súrrealískari en Talaðu
við hana! sem er ljóðrænni. Nýlegar myndir á borð við hana, Afturhvarf og
þá sérstaklega Brostin faðmlög eru þannig aðgengilegri og klassískari í upp-
42 David Leavitt, „Almodóvar on the Verge,“ New York Times Magazine 22. apríl
1990, bls. 40.
43 Anna Llauradó, „Interview with Pedro Almodóvar: Dark Habits,“ bls. 23–24.
44 Mark Allinson, A Spanish Labyrinth: the Films of Pedro Almodóvar, bls. 73.
RÓTTÆK ENDURSTÆLING