Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 61
61
HRoLLVEKJUR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA
sem er ofsóttur af skólafélögum sínum en snýr vörn í sókn þegar hann
kynnist Eli, stelpu sem flytur í sömu blokk og hann. Eli býr ein með eldri
manni, hún er ónæm fyrir kulda, lyktar undarlega og er bara úti á kvöldin.
Í nágrenninu eru framin nokkur óhugnanleg morð, meðal annars er ein af
hverfisfyllibyttunum drepin.
Vampýran hefur í sögunni verið gernýtt sem tákn og hér er leikið með
fjölmargar hliðar slíkrar tákngervingar.47 Einangrun og einmanaleiki út-
hverfisins endurspeglar stöðu vampýrunnar sem veru utan alfaraleiða, auk
þess sem ömurleiki hverfisins hefur samskonar áhrif á íbúana og reglulegar
heimsóknir frá vampýru; deyfð, doði, dauði. Í myndinni eru til dæmis
dregnar fram greinilegar hliðstæður milli drykkjusjúkra barflugnanna sem
eru, líkt og vampýran, næturverur og þola illa birtu. Einangrunin birtist
enn frekar í eineltinu sem Óskar verður fyrir, en í því má skoða bæði
hvernig vampýran er ofsótt sem utangarðsvera, auk þess sem tilvera henn-
ar byggist á grimmd og kúgun. Þar er dregin fram mun tvíræðari sýn á
vampýruna, en slík blanda af samúð og hryllingi er nú orðin næsta viðtekin
í skáldverkum sem fjalla um þetta sívinsæla skrýmsl. Þriðji meginpósturinn
í tákngervingunni er samband Eli og mannsins sem hún býr með, en þar
má sjá greinilega undirtóna barnaníðingsskapar sem minna á að kynlíf
vampýrunnar er óhefðbundið, jafnvel siðspillt.48 Samband þeirra Eli og
Óskars virkar fallega saklaust í samanburðinum sem gerir það þó ekki að
verkum að myndin sé kynlaus, því að hún er þrungin undirtónum kyn-
47 Ég hef einnig fjallað um þessa mynd en þó aðallega skáldsöguna sem hún er byggð
á í greininni „Hryllingur! Hryllingur? Vampýran gengur laus“, Tímarit Máls og
menningar 2/2010, bls. 42–63.
48 Í skáldsögunni er þetta þema barnaníðinga mun meira áberandi, en þar kemur
fram að Eli er einmitt gerð að vampýru af einum slíkum, auk þess að vera geltur af
honum, en í bókinni kemur í ljós að Eli er strákur. Þannig er þema kynþroskans
undirstrikað enn frekar, Eli er bæði algerlega kynlaus — gelt áður en hún/hann
nær fullum kynþroska, en jafnframt hlaðin/n þeim kynferðislegu undirtónum sem
ævinlega fylgja vampýrunni. Allt gerir þetta svo samband þeirra Óskars enn
áhugaverðara, en það er ljóst að hann þarf ekki síður vin en kærustu, auk þess sem
Eli er greinilega útgáfa af ósýnilegum eða ímynduðum vini, fantasía kúgaðs
drengs. Þannig er Eli allt sem Óskar þarf, kærasta, vinur, verndari og einhver til að
vernda.
Þetta er auðvitað hlutverk vampýrunnar yfirleitt, en í gegnum tíðina hafa vin-
sældir hennar sem ímyndaðrar veru einmitt byggst á því að hún getur staðið fyrir
næstum hvað sem er, allt frá einmanaleika til ódauðleika (sem er auðvitað það
sama). Í myndinni kemur þetta ekki eins skýrt fram, þó að Eli minni Óskar á að
hún sé ekki stelpa og í snöggri senu sést örið eftir geldinguna. Þetta er þó ekki rætt
frekar.